Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 37
Það er líka ýmislegt að gerast hér heima — þegar vel viðrar lögum, reglugerðum og námskrám. Námsefni hefur einnig í mörgum tilvikum tekið stakkaskiptum. Ef litið er eingöngu á reglur og lög fullyrði ég hiklaust, án þess að hirða um að rökstyðja það frekar, að löggjöf um grunnskóla og sú námskrá sem fyrir hann hefur verið sett, sé um margt til fyrirmyndar, a. m. k. styður hvort tveggja við breytingar en hindrar þær ekki. Þá fer ég heldur ekki í grafgötur með það álit mitt að það besta sem samið hefur verið af námsefni fyrir grunnskóla á vegum skólarannsókna- deildar menntamálaráðuneytisins á undanförnum árum standi fyllilega jafn- fætis því sem fremst er meðal nágrannaþjóða. (Ég nefni sem dæmi nýtt efni í stærðfræði og dönsku handa grunnskólum.) Þá hefur aðbúnaður vafalítið batnað í mörgum skólum þó enn sé því víðs fjarri að grunnskólar hér á landi standist samjöfnuð við skóla í ná- grannalöndunum að þessu leyti, og ég hef komið í marga skóla sem eru hryggilega vanbúnir. Sem dæmi um það má nefna eftirfarandi lýsingu á bókakosti grunnskólanna: Skuggalegt er því að horfa upp á það að af 168 skólum sem hér um ræðir skuli 42 skólar hafa 0—2 bækur á hvern nemanda, 16 skólar 2—4 bækur og aðrir 16 4 — 6 bækur eða samtals hafa 74 skólar minna en 6 bækur á hvern nemanda.1 En þær breytingar sem orðið hafa eru að mínum dómi fyrst og fremst á ytra borðinu. Það sem ekki virðist hafa breyst að ráði þegar á heildina er litið er það sem oft er kallað hið innra skólastarf\ það sem gerist inni í skólastofunni; viðfangsefnin, aðferðirnar, samskipti nemenda og kennara, viðhorfin. Ég dreg enga dul á ótta minn um að skólastarf einkennist í mörgum tilvikum af ófrjóu stagli, ólýðræðislegum samskiptum, óvirkni og leiða. Mér er ljóst að hér er tekið all djúpt í árinni og kannski væri nær að gleðjast yfir litlu. Því víst er að þegar skyggni er ágætt má greina nokkrar hræringar þótt ekki fari þær enn hátt. Verið er að brydda upp á ýmiss konar nýjungum, bæði hvað varðar námsefni, aðferðir og heildarskipan námsins. A grunnskólastiginu hafa þessi nýmæli einkum stefnt að sveigjanlegu skólastarfi og mun ég fara nokkrum orðum um það í þessari grein. Hugmyndir um sveigjanlegt skólastarf ryðja sér til rúms Þær hræringar sem greina má í allmörgum íslenskum skólum um þessar rnundir eru oft kenndar við hugmyndir um sveigjanlegt skólastarf. Rétt er að taka skýrt fram að þetta hugtak er býsna sleipt. Það virðist taka á sig margar myndir þegar að framkvæmd kemur og til eru þeir sem telja það gagnslaust í umræðu um skólamál. Vissulega hafa þeir nokkuð til síns máls 387
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.