Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 42
Tímarit Máls og menningar stórum hópum (t. d. fyrirlestrar) mjög í skuggann og nemendur verja miklum tíma í sjálfstæð verkefni. Ekkert kapp er á það lagt að nemendur fylgist að í náminu, heldur er miðað við afkastagetu hvers og eins. Það er heldur ekki álitið mikilvægt að nemendur læri allir allt sama námsefnið. Þótt það sé með ólíkum hætti eftir skólum munu allir kennarar, sem á annað borð vilja kenna sig við sveigjanlegt skólastarf, gefa nemendum eitthvert svigrúm til að velja sér viðfangsefni. Raunar er þetta val oft talið með megineinkennum sveigjanlegra kennsluhátta. Það þýðir m. a. að listhneigður nemandi ver meiri tíma til skapandi viðfangsefna og sá sem hugfanginn er af stærðfræði fæst við fleiri viðfangsefni af því tagi en jafnaldrar hans. I opna skólanum er allt kapp lagt á að efla sjálfstæð vinnuhrögð og ala á ábyrgð nemandans á eigin námi. Nemendum er ætlað að leysa stór og smá verkefni upp á eigin spýtur, einir eða í hópum. Þeir eiga að læra að afla sér upplýsinga, fá þjálfun í að vinna úr heimildum og koma niðurstöðum sínum á framfæri með fjölbreyttum hætti. Að því er róið öllum árum að nem- andinn verði sem sjálfstæðastur í námi sínu og hann verður sjálfur að skipuleggja starfið í skólanum innan tiltekins ramma. Abyrgð nemenda er einnig aukin með því að láta þá taka þátt í að setja umgengnisreglur og sjá um að þeim sé framfylgt og með því að fela þeim margvísleg umsjónar- og ábyrgðarstörf. Til grundvallar þessu liggur sú trú að besta ráðið til að ala á ábyrgðartil- finningu sé að fá nemendum ábyrgð. Einmitt þessa kröfu um virkni nemenda gengur mörgum illa að skilja en betur að misskilja. Rökin eru vitaskuld þau að sérhver læri best af eigin verki eða með því að reyna sjálfur eins og sagt er. Umburðarlyndi þroskast af samvinnu, gagnrýnin hugsun af því að beita henni við frjó viðfangsefni og listrænir hæfileikar af skapandi starfi. Þegar þessu er haldið fram eru rök gjarnan sótt í smiðju uppeldis- fræða, einkum þroskasálfræði, m. a. hugmyndir um að börn séu í eðli sínu forvitin og virk, hafi þrátt fyrir allt eðlislæga löngun til að læra, þeim sé í blóð borinn áhugi á að skilja heiminn og það sé hlutverk skólans að veita þessum sívirka þekkingarþorsta útrás í stað þess að setjast á hann. Þetta verði m. a. gert með því að tengja viðfangsefnin daglegu lífi, koma á lifandi tengslum við umhverfið utan veggja skólans. Nemendur þurfi að kljást við atburði líðandi stundar, afla sér upplýsinga um það sem efst er á baugi hverju sinni, brjóta það til mergjar og gera vettvangsathuganir af ýmsu tagi. Oft er í þessu samhengi vísað til hinna gífurlegu samfélagsbreytinga síðustu áratuga og því gjarnan haldið fram að skólastarf sé sniðið að þörfum 392
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.