Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 53
Krafa um afnám skóla — Abrar menntaleiðir hans mjög að beinast að vandamálum Suður-Ameríku, einkum því hvernig fátæku þjóðirnar geti öðlast aukið frelsi, þróað menningu sína og efnahag án þess að feta í fótspor iðnveldanna — án ógnvænlegra, ofvaxinna og fjárfrekra stofnana, t. d. í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Illich leitast við að skoða hlutina í samhengi og hefur ríka vitund um samverkan efnahagslegra, félagslegra og vistfræðilegra þátta. Hann málar dökkum litum í því skyni að skapa vitund fyrir nauðsyn nýrrar stefnu: „Góður grundvöllur ætti nú á árinu 1971 að vera fyrir meiri háttar stefnubreytingu í leit okkar að betri framtíð. Markmið kerfisins eru í æpandi mótsögn við árangur þess. Þróunaraðstoðin eykur fátækt, Víetnam- stríðið eflir þjóðfrelsisliðið, tækniaðstoð styrkir vanþróun. . . Skólar fram- leiða meira af nemendum sem gefast upp og ef komið er í veg fyrir eina tegund mengunar eykur það venjulega aðra.“ Þverstæður stofnana-kerfisins birtast m. a. í því að „kennarar, læknar og starfsfólk í félagslegri þjónustu komast að raun um að hin mismunandi þjónusta þeirra á a. m. k. eitt sameiginlegt: Hún skapar eftirspurn eftir meðferðinni sem þeir veita, hraðar en þeir geta komið upp þjónustustofnunum.“ Styrkurinn í röksemdafærslu Illich felst að mínum dómi einkum í því samhengi sem hann skoðar hlutina í. Og bein kynni hans af undirokun og eymd bæði innan auðugra samfélaga og hjá fátækum þjóðum gefa orðum hans og athugunum sérstæðan alvöruþunga. Tilgangur óvæginnar gagnrýni hans og greiningar er sá að afhjúpa gildrur sem hinir undirokuðu hafa verið hnepptir í og benda á leiðir til að glæða með þeim sjálfsvirðingu og mannlega reisn. Illich bendir á hvernig ríkjandi tækni- og stofnanadýrkun og kostnaðaraukningin í framleiðslu- og þjónustukerfinu, sem fylgir í kjölfarið, vinnur í rauninni öfugt við yfirlýstan tilgang — á, ef að er gáð, drjúgan þátt í að festa forréttindi hinna ríku í sessi og auka vanmátt og niðurlægingu hinna fátæku. Fólk er gert ómyndugt og ruglað í ríminu. Margir fara t. d. að halda að fleiri og fínni sjúkrahús tryggi góða heilsu, vöxtur félagsmálastofnana í borgum og bæjum efli fagurt mannlíf, fjölgun í lögregluliði auki öryggi borgarans og aukinn vígbúnaður öryggi þjóðarinn- ar. Vitund fólks um gildi eigin framtaks — ábyrgð sína á heilsu sinni og menntun — verður þeim mun óljósari sem meira traust er borið til stofnana sem þykjast geta séð um þetta fyrir fólk fái þær nægar fjárveitingar. Skólinn á að dómi Illich ríkan þátt í að rugla dómgreind fólks í þessum efnum. Þar er „nemandinn skólaður í að rugla saman kennslu og námi, skólagöngu og menntun, prófskírteini og hæfni, og lipurt málfar er talið jafnast á við hæfileikana til að segja eitthvað nýtt.“ Því miður er ekki rúm hér til að fjalla frekar um sláandi og miskunnar- lausa greiningu hjá Illich á ýmsum félagslegum einkennum hinna vestrænu 403 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.