Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 57
Krafa um afnám skóla — Aörar menntaleiöir Bandaríkjunum muni kjósa að kenna börnum sínum sjálfar. Flest börn munu halda áfram að stunda nám í opinberum skólum eða einkaskólum um ófyrirsjáanlega framtíð.“ 2 En hvers konar fólk er það sem leggur út í að brjóta þannig rótgrónar venjur, leggja á sig aukið erfiði og bjóða í sumum tilvikum lögum og reglugerðum byrginn? Og hvers vegna gerir það þetta? Eins og vænta má er hér að einhverju leyti um að ræða anga af stærri hreyfingu, fólk sem er að brjótast út úr lífsþægindakapphlaupi neysluþjóðfélagsins og leita nýrra lífshátta. I þeirri viðleitni má einmitt oft greina vilja til að losa sig undan forsjá og ábyrgð stofnana og taka hana í eigin hendur, rækta sjálfur heilsu sína en sækja hana ekki til sjúkrahúsa, rækta sjálfur samskiptin við börn sín í stað þess að telja sjálfum sér trú um að það verði gert í skólum. Þetta er einkum mið- og lágstéttarfólk sem býr í hinum minni borgum og dreifðu byggðum Bandaríkjanna og verulegur hluti þess hefur enga framhalds- skólagöngu að baki. Meginástæðan fyrir ákvörðun sumra um að kenna börnum sínum heima er þó gagnrýnið viðhorf til skóla og vonbrigði með fengna reynslu af þeim. I áðurnefndum fyrirlestri fullyrti John Holt að góður árangur væri af heimakennslunni bæði miðað við venjulegar skólakröfur og kröfur um að börnin sýni virkni, áhuga og sjálfstæði í verkefnavali og vinnubrögðum. Hann minntist og á ýmsa aðra kosti fyrirkomulagsins: Tilfinningatengsl barna og foreldra geta styrkst og það dregur að sínu leyti úr kvíða við að halda inn á nýjar brautir og taka á sig þá áhættu sem stundum fylgir þroskandi námi. Auðvelt væri að gefa börnunum nægan tíma til að lesa bók eða leysa verkefnin yfirleitt og þeim mætti haga í samræmi við veður og árstíma. John Holt og aðrir sem hafa áhuga á þessu starfi, veita fólki, sem kennir börnum sínum heima, margháttaða aðstoð. Upplýsingar eru gefnar um lagalega hlið málsins og fólki hjálpað við að leita réttar síns. I Bandaríkjun- um er heimakennsla nú leyfð í um 40 ríkjum og þeim fjölgar sem draga úr lagalegum hömlum. Samhliða þessu hefur verið unnið að því að koma á sem bestu samstarfi við skóla og skólayfirvöld. Fer það batnandi og hefur m. a. leitt til þess að börn í heimakennslu fá allvíða bækur og gögn til jafns við reglulega nemendur í skyldunámi og fá að nota skólasöfn og íþróttaaðstöðu skólanna. Einnig fjölgar skólum sem taka upp svo náið samstarf við heimakennslufólk að börn þess fá að sækja skóla ákveðna daga eða hluta úr degi — oftast þannig að þau sækja kennslu í vissum greinum. I þeim tilvikum viðurkenna báðir aðilar að þeir geta haft gagn af hinum. Börnunum opnast fleiri möguleikar án þess að dregið sé úr frjálsræði þeirra og skólarnir fá inn nemendur sem smita frá sér áhuga og námsgleði. 407
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.