Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 58
Tímarit Máls og menningar
John Holt hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á að byggja upp slíkt
samstarf. Hann telur það m. a. mikilvægt vegna þess að heimakennsluhreyf-
ingin „muni að líkindum fæða af sér athyglisverðar hugmyndir og aðferðir
sem kunna að geta hjálpað skólunum að leysa mörg alvarlegustu vandamálin
sem þeir eiga við að glíma."3 Utgáfustarfsemi á vegum hreyfingarinnar
miðast einmitt fyrst og fremst við að miðla hugmyndum — segja frá efni og
aðferðum sem þykja gefa góða raun. Holt ritstýrir einu af þremur tímaritum
sem tengjast starfinu, Growing Without Schooling. Auk þess hefur hann
gefið út stóra leiðbeiningabók handa fólki sem kennir heima, Teach Your
Own. Auk hagnýtra upplýsinga um framkvæmd, viðfangsefni, gögn og
aðferðir er þar að finna ýmiss konar uppörvun, t. d. er fullyrt að viðhorf
„kennarans“ skipti meira máli en þekking hans.
Hvaða gagn má hafa af róttœkri skólagagnrýni?
Eg býst við að ýmsum kunni að finnast það efni sem hér hefur verið fjallað
um býsna fjarlægt og eiga takmarkað erindi við hið grunnmúraða skóla-
samfélag okkar Islendinga. Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að nú sé
einmitt tímabært að staldra við og huga nánar að hvert það stefnir — og
nýta hina hvössu greiningu róttækrar skólagagnrýni í því sambandi. Þá má
leita fanga víðar en hér hefur verið gert, t. d. hef ég alveg orðið að láta hjá
líða að minnast á þekktasta skólagagnrýnanda á Norðurlöndum, Nils
Christie. En víkjum nú fyrst að þeim efasemdum sem varpað var fram í
upphafi þessarar greinar og birtust í riti sem dreift var til allra félagsmanna í
Kennarasambandi íslands: „Ef skólaskylda og skólar eru lögð niður verða
það þá ekki enn frekar en nú hinir ríku sem njóta góðs af?“
Fyrst ber þess að gæta að það er tvennt ólíkt að leggja niður skólaskyldu
og að leggja niður skóla. Hafi lesandinn í huga það sem á undan er sagt ætti
að vera óþarft að fjölyrða frekar um það. Mestu skiptir að dregnar séu réttar
ályktanir af rökstuddri skólagagnrýni. Þær geta varðað margt: ytri ramma
starfsins, viðhorf, viðfangsefni og aðferðir sem nú ríkja og móta skólastarf á
öllum stigum. E. t. v. er gagnlegast að leita svara við spurningunni sem
vitnað er til hér að ofan með því að íhuga svör við öðrum spurningum: Mun
aukin áhersla á ábyrgð foreldra á uppeldi og menntun barna sinna bitna á
þeim lakast settu í samfélaginu? Getur aukin virðing fyrir því sem börn og
fullorðnir læra utan skóla og minni virðing fyrir skólagöngu og prófskír-
teinum einnig bitnað á þeim sérstaklega? Ég held að svo sé ekki — og tel
raunar líklegt að þessu sé þveröfugt farið. Aukin viðurkenning á réttmæti
skólagagnrýni af því tagi sem hér hefur verið lýst getur að mínum dómi
orðið gagnleg fyrir börn og fullorðna, skóla og fleiri stofnanir — og ekki
408