Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 60
Tímarit Máls og menningar legt hlutverk, þ. e. verða eins konar námsflokkar sem þeir geta sótt sem telja sig skorta einhvers konar undirbúning áður en þeir hefja háskólanám eða starfsnám á framhaldsskólastigi. Jafnframt tel ég að öllum kröfum um aukna skólagöngu og fleiri skóla- próf til að fólk geti fengið réttindi til að stunda ýmis störf eigi að hafna og tímabært sé orðið að snúa þróun undanfarinna ára á þessu sviði við. Flest störf lærast betur á vinnustað en í skóla. Raunveruleg ástæða fyrir kröfum margra stéttarfélaga og hagsmunahópa um lengri skólagöngu fyrir þá sem vilja öðlast rétt til að stunda störf þeirra er sú að lengd skólagöngu hefur verið notuð sem viðmiðun um kaup og kjör. I rauninni verða tiltölulega fleiri og fleiri störf í nútímaþjóðfélagi óskemmtilega einföld og gera alls ekki kröfu til mikils skólanáms. Augljóst ætti að vera að hvers konar sérhæfingu er hentugast að fá á vinnustað. Rök hagsmunahópanna standast hvorki frá uppeldis- eða kennslufræðilegu sjónarmiði — og því síður sálfræðilegu eða þjóðhagslegu. En vænlegasta leiðin til að draga úr áhuga þeirra á lengri skólagöngu er að sjálfsögðu sú að auka launajöfnuð. Það gæti verið bæði skemmtilegt og gagnlegt að fjalla um fleira í þessu sambandi, s. s. nýtingu og uppbyggingu bókasafna og annarra safna, íþrótta- og útivistarsvæða og annarrar aðstöðu sem börn og fullorðnir geta hagnýtt sér í leit að menntun og þroska á eigin spýtur. Rúmsins vegna verð ég þó að láta hér staðar numið — en geri það í þeirri von að lesandinn haldi áfram að hugsa málið og leyfi jafnvel öðrum að sjá eða heyra árangurinn af því. Tölumerktar tilvitnanir eru úr eftirtöldum ritum og greinum: 1) „Afskólun — skýrsla um störf í verkefnahópi í sögu og félagsfræði menntunar", vorönn 1980, eftir Salvöru Gissurardóttur, Ragnar Sigurðsson og Valgerði Jónsdóttur. (Fylgirit með Heimili og skóla, tímariti Kennarasambands Islands og Kennarasambands Norðurlands eystra en upphaflega unnið í námi í H. I.). 2) „Schools and Home Schoolers: A Fruitful Partnership“. Phi Delta Kappa, febrúar 1983. 3) Ur sömu grein. 4) „Mikilvægt að böm og foreldrar lesi saman“. Tíminn 22. 5. 1983. Hörður Bergmann er námstjóri í skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins. 410 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.