Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar blómi til blóms, en nær væri þó að virða og meta þann áhuga og það kapp sem að baki býr slíku starfi, því hér er einmitt á ferðinni það sem við getum kallað húmanisma í bezta skilningi og gengur í berhögg við þá forpokun fagmennsku og sérhæfingar sem á okkar öld þykir svo vænleg til framdráttar á öllum sviðum. Hinu er svo ekki að neita að slíkt víðfeðmi gæti gefið vissa höggstaði á sér þeim sem hafa gaman af að reiða til höggs úr skúmaskotum, því það segir sig sjálft að þýðandinn getur tæpast verið jafn vel heima alls staðar. Sjálfur hlýtur hann að hafa sinn persónulega stíl og sérkenni og þar með takmörk sem gera hann misvel fallinn til að þýóa ólík skáld, þar eð ljóðaþýðingar felast minna í því að koma einhverjum almennum þankagangi, hugsunum, boðskap eða hvað það nú heitir af einni tungu yfir á aðra en í því að seiða fram ákveðið hugarfar sem á bak við orð frumtextans býr, en það krefst þá ákveðins andlegs skyldleika milli frumskálds og þýðanda. Ef vel á að vera ætti sá kveðskapur sem þýðast skal raunar helzt að hafa sótt að þýðandanum um hríð eða leikið um hann eins og neistaflug, unz hann hittir í huga hans á það tundur er „glæðist í loga“. Með allt þetta í huga mætti m. a. velta því fyrir sér hvar þýðandi hafi hitt sérlega vel í mark og hvar miður vel, hvar hann sé innvígður og hvar eins og utangátta við viðfangsefni sitt. Nú er gildi eða ágæti þýddra ljóða ekki að öllu leyti undir list þýðandans komið, því hversu mikill galdramaður sem hann annars er, þá er þess þó tæpast að vænta að hann geti breytt eir í gull, og umsögn um þessa bók hlýtur öðrum þræði að vera dómur um kvæðin sem þýdd eru. Þetta verður mönnum kannski einkum ljóst í sambandi við þær ljóðaþýðingar frá Norðurlöndum sem bókin hefst með. Þar er satt að segja nær undantekningarlaust ekki nema um þokkalegan skáldskap að ræða sem getur vart skoðast sem neitt florilegium norrænna kvæða og sætir engum tíðindum að þau komist til skila í þýðingunni. Raunar má þó segja að þar sé bættur skaðinn, því ærið margir hafa lagt hönd á plóginn við að þýða norrænan kveðskap og í þeim hópi einkum Magnús Asgeirsson, en á síðustu árum hafa eins og kunnugt er þýðingar úr norðurlandamálum notið styrkja og fjárframlaga umfram aðrar, og ætti þá framvegis fátt að fara fram hjá okkur sem kemur úr því heimshorni. Það er að vísu ánægjulegt að fá í þýðingu Helga sýnishorn af færeyskum kveðskap, og eitt kvæði eftir Fröding er alltaf betra en ekkert, en súrt í brotið að fá ekkert frá Finnlandi. Næsta kynlegt er hins vegar hve miklu púðri Helgi eyðir í gamanmál danska arkitektsins Piets Hein, sem kann svo sem að vera ágætur húmoristi á danska vísu, en þrátt 418
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.