Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 74
Tímarit Máls og menningar Við þýðingar þær sem við höfum fjallað um fram að þessu hefur þýðandinn átt nokkuð auðveldara um vik en við þær sem við snúum okkur að nú, að svo miklu leyti sem þær eru gerðar úr málum sem eru ekki einungis honum sjálfum aðgengileg og töm heldur og náskyld því máli sem þýtt er á. Þegar við nú snúum okkur að ljóðum frá Frakklandi, þá erum við þar komin að tungumáli sem að öllum blæ og byggingu er gjöróiíkt okkar máli, þótt ýmislegt kunni annars að vera sameiginlegt og skylt með Fransmönnum og Islendingum, eins og háttsettur embætt- ismaður okkar benti nýlega á, enda hefur frönsk ljóðlist orðið allmjög hornreka til þessa og verið sniðgengin af íslenzkum þýðendum, ef frá eru taldar bráðsnjallar þýðingar Jóns Helgasonar á kvæðum Villons eða þýðingar Jóns Oskars á ljóðum í óbundnu máli frá 19. öld, þannig að það sem hér birtist verður að skoðast sem verulegt átak í átt til að færa franskan ljóðaheim nær okkur. Þar þarf vissulega að yfirstíga margar hindranir og erfiðleika, því fínleiki frönskunnar og skortur á sterkri hrynjandi gerir það að verkum að frönsk skáld vilja oft beita nokkuð tæknilegum og meðvituðum aðferðum til að ná áhrifum. Þetta kemur skýrt fram hjá sonnettusmiðum Endurreisnartímans svo sem Ronsard þar sem bygging sonnettunnar fylgir mjög föstum reglum og rímorðin eru valin sérstaklega sem lykilorð og mynda andstæður eða samstæð- ur. Ekki verður annað séð en að t. d. þýðing Helga á sonnettunni Til Helenu (Héléne de Surgéres) falli bærilega inn í þetta mynstur og hún sé fínlega ofin, en þó dregur það nokkuð úr ferskleika kvæðisins að orðalagið í upphafi vekur þá tilfinningu ósjálfrátt að það sé ort til gamallar konu en ekki ungrar, vegna þess að þar er notuð íslenzk nútíð í stað hinnar skýru framtíðarmyndar á frönskunni eða „þú situr gömul kona“ í stað „Quand vous serez bien vieille“, og hvatningin í lokin til lífsnautnar eða til að tína rósir lífsins, „les roses de la vie,“ fær heldur óhressilegan blæ með orðalaginu „rósirnar sem fölna fyrir kveld“ í þýðingunni. En kvæði sonnettumakara 16. aldar eru alls ekki það sem mestan áhuga vekur í franskri ljóðagerð, heldur er það auðvitað með „les poétes maudits“ á seinni hluta 19. aldar, þeim Baudelaire, Verlaine, Mallarmé og Rimbaud, sem frönsk ljóðagerð nær mestum blóma. Þessi skáld eru vissulega mjög vandþýdd og einkum sá fyrstnefndi sem sam- einar hefðbundið sonnettuform nýstárlegri og hárfínni tækni, og einmitt í þeim ljóðum sem Helgi þýðir setur Baudelaire fram og beitir þessari ljóðtækni sinni, en það eru ljóðin Correspondances og Harmonie du Soir. Hér ef nokkurs staðar er þörf á nákvæmni, en þar verður því miður 424
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.