Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 74
Tímarit Máls og menningar
Við þýðingar þær sem við höfum fjallað um fram að þessu hefur
þýðandinn átt nokkuð auðveldara um vik en við þær sem við snúum
okkur að nú, að svo miklu leyti sem þær eru gerðar úr málum sem eru
ekki einungis honum sjálfum aðgengileg og töm heldur og náskyld því
máli sem þýtt er á. Þegar við nú snúum okkur að ljóðum frá Frakklandi,
þá erum við þar komin að tungumáli sem að öllum blæ og byggingu er
gjöróiíkt okkar máli, þótt ýmislegt kunni annars að vera sameiginlegt og
skylt með Fransmönnum og Islendingum, eins og háttsettur embætt-
ismaður okkar benti nýlega á, enda hefur frönsk ljóðlist orðið allmjög
hornreka til þessa og verið sniðgengin af íslenzkum þýðendum, ef frá
eru taldar bráðsnjallar þýðingar Jóns Helgasonar á kvæðum Villons eða
þýðingar Jóns Oskars á ljóðum í óbundnu máli frá 19. öld, þannig að
það sem hér birtist verður að skoðast sem verulegt átak í átt til að færa
franskan ljóðaheim nær okkur. Þar þarf vissulega að yfirstíga margar
hindranir og erfiðleika, því fínleiki frönskunnar og skortur á sterkri
hrynjandi gerir það að verkum að frönsk skáld vilja oft beita nokkuð
tæknilegum og meðvituðum aðferðum til að ná áhrifum. Þetta kemur
skýrt fram hjá sonnettusmiðum Endurreisnartímans svo sem Ronsard
þar sem bygging sonnettunnar fylgir mjög föstum reglum og rímorðin
eru valin sérstaklega sem lykilorð og mynda andstæður eða samstæð-
ur. Ekki verður annað séð en að t. d. þýðing Helga á sonnettunni Til
Helenu (Héléne de Surgéres) falli bærilega inn í þetta mynstur og hún sé
fínlega ofin, en þó dregur það nokkuð úr ferskleika kvæðisins að
orðalagið í upphafi vekur þá tilfinningu ósjálfrátt að það sé ort til
gamallar konu en ekki ungrar, vegna þess að þar er notuð íslenzk nútíð í
stað hinnar skýru framtíðarmyndar á frönskunni eða „þú situr gömul
kona“ í stað „Quand vous serez bien vieille“, og hvatningin í lokin til
lífsnautnar eða til að tína rósir lífsins, „les roses de la vie,“ fær heldur
óhressilegan blæ með orðalaginu „rósirnar sem fölna fyrir kveld“ í
þýðingunni. En kvæði sonnettumakara 16. aldar eru alls ekki það sem
mestan áhuga vekur í franskri ljóðagerð, heldur er það auðvitað með
„les poétes maudits“ á seinni hluta 19. aldar, þeim Baudelaire, Verlaine,
Mallarmé og Rimbaud, sem frönsk ljóðagerð nær mestum blóma. Þessi
skáld eru vissulega mjög vandþýdd og einkum sá fyrstnefndi sem sam-
einar hefðbundið sonnettuform nýstárlegri og hárfínni tækni, og einmitt
í þeim ljóðum sem Helgi þýðir setur Baudelaire fram og beitir þessari
ljóðtækni sinni, en það eru ljóðin Correspondances og Harmonie du
Soir. Hér ef nokkurs staðar er þörf á nákvæmni, en þar verður því miður
424