Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 78
Tímarit Mdls og menningar
brögðum og viðhorfum. Hann getur því einnig sjálfur tekið sér í munn
hin frægu orð skáldsins um verk sín:
Exegi monumentum aere perennius
eða
Háan varða eg hlóð
haldbetri en mynd úr eir.
og eins tekið undir lokaorðin til sönggyðjunnar
Melpómene, þú skalt
maklega’ á þennan koll
setja lárviðar sveig
sæmdargjöf Apollons
Það átti vel við Hóratíus, að eigin sögn, að sitja undir laufgaðri
trjákrónu með vínkrukku í hendi í skáldlegum þönkum, og mjög sama
sinnis var skáldið Omar Kajam frá Persíu sem af landfræðilegum
ástæðum er hér meðal öftustu höfunda í bókinni, þótt þýðingin á
kvæðabálki hans Rúbajat muni þar vera meðal hinna elztu. En hér er
auðvitað réttara að tala um þýðingu á enskri gerð Irans Edwards
Fitzgerald á Rúbajat sem hann sjálfur lýsti sem „transmogrification" eða
umsköpun hins persneska kvæðis. En Fitzgerald hefur verið legið
talsvert á hálsi fyrir að hafa gert Ómar gamla að enn meiri nautnahyggju-
manni og trúleysingja en efni standa til, og ýmsir andlegheita menn vilja
leggja óeiginlegan og andlegan skilning í alla víndrykkjuna og vínþorst-
ann í kvæðinu, þannig að hann eigi að beinast að einhverjum himneskum
og guðlegum náðar- eða kærleiksbrunnum, á svipaðan hátt og aðrir hafa
reynt að túlka ástarljóð Gamla Testamentisins sem trúarlegt líkingamál.
A grundvelli þess arna hafa nýlega tveir lærdómsmenn og rithöfund-
ar, Persinn Omar Ali-Shah og Bretinn Robert Graves, birt nýja enska
gerð af kvæðinu' sem á að þeirra sögn að vera miklu nær frumtext-
anum en umsköpun frænda vors Fitzgeralds, og er ekki ófróðlegt að
1) The Rubaiyyat of Omar Khayaam. A New Translation with critical commentari-
es by Robert Graves and Omar Ali-Shah, Cassel, London 1967.
428