Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 79
Hnattferð meb Helga
bera þennan texta saman við téðan umskapnað sem óneitanlega er öllu
skáldlegri og glæsilegri en samsetning þeirra Graves og Shahs.
En svo við víkjum nú að þýðingu Helga á þessu kvæði „Fitz-Omars“
eins og sumir vilja nefna höfundinn, þá telst hún ekki brautryðjanda-
verk, því áður höfðu þeir góðskáldin Einar Benediktsson og Magnús
Asgeirsson þýtt Rúbajat, þannig að margar línur kvæðisins eru fyrir
löngu orðnar fleygar hér á landi („Tíminn hann er fugl sem flýgur
hratt“). En Helgi byggir þó þýðingu sína ekki á fyrri útgáfu Fitzgeralds,
eins og þeir Einar og Magnús, þar sem eru 75 erindi, heldur á annarri
sem er nokkuð lengri eða um 110 erindi. Þetta hefur í sjálfu sér ekki svo
ýkja mikið að segja, því langflest erindin í þeim eru eins, en gefa af þeim
sökum ágætt tilefni til samanburðar á vinnubrögðum þessara tveggja
merkisþýðenda, þeirra Magnúsar og Helga. Þar má yfirleitt segja að
þýðingar Magnúsar séu naktari og beinskeyttari og oft með þjóðlegum
blæ, en Helgi hneigist fremur til óbeinni og íburðarmeiri tjáningarmáta
sem gefur ljóðunum oft meiri fyllingu. Við ættum kannski að taka sem
dæmi erindi, sem ýmist er haft númer ellefu eða tólf og gefur einmitt
góða hugmynd um andann í öllum saman, og huga um leið að muninum
í ensku þýðingunum þeirra Graves og Shahs annars vegar og Fitzger-
alds hins vegar:
A gourd of red wine and a sheaf of poems-
A bare subsistence, half a loaf, not more-
Supplied us two alone in the free desert:
What Sultan could we envy on his throne?
(Graves-Sbab)
A Book af Verses underneath the Bough,
A Jug of Wine, a Loaf of Bread, and Thou
Beside me singing in the Wilderness —
Ah, Wilderness were Paradise enow!
(Fitzgerald)
Við brauðhleif, fulla flösku og ljóðakver
í forsælu undir grein, — við hlið á þér
429