Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 80
Tímarit Máls og menningar
sem andar söng á öræfanna þögn
er auðnin Paradís — sem nægir mér.
(Magnús)
Og þar sem skuggsæll blóma-baðmur rís
með brauð og vín og ljóð ég dvelja kýs
við þína hlið, er ómar óður þinn
um auðnar kyrrð, þar finn ég Paradís.
(Helgi)
Nægjusemin sem skín út úr efstu vísunni fer heldur þverrandi eftir því
sem neðar dregur, brauðhleifurinn hálfi verður heill en síðan að ótil-
teknu magni, krukkan með rauðvíni er hjá Magnúsi orðin full flaska í
öræfanna þögn líkt og við séum í Þórsmerkurferð, og tréð (the Bough)
sem Fitzgerald plantaði í opinni auðninni verður íslenzk hrísla eða grein
hjá Magnúsi en hvorki meira né minna en skuggsæll blóma-baðmur hjá
Helga, og orðið Paradís, sem Fitzgerald kemur í umferð, verður lang-
sterkast hjá Helga þar sem það er rímorð og lokaorð erindisins. En úr
því okkur hefur borið til þess góða staðar, Paradísar, er mál til komið að
æja eða réttara sagt að láta ferð vorri lokið og þakka Helga leiðsögnina,
enda ferðin orðin ærið löng. En af því fernu sem þarf til að gera auðnina
að Paradís ættum við sjálf að geta orðið okkur úti um brauðhleifinn,
rauðvínslöggina og félagsskapinn, eftir að Helgi hefur séð okkur fyrir
því fjórða, sem er ljóðakverið.
430
\