Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 84
Thor Vilhjálmsson Upphafning Ungu hjónin sátu við langt borð hvort fyrir sínum endanum einsog þau hefðu verið gift í þrjátíu ár og þyrftu ekki að ná saman lengur, væru hætt að reyna. A veggjunum í þessum kastalasal geispuðu hausar af ljónum, svörtum pardusketti, og mikið hyrnd naut fyrir ofan góbelínvefnað- inn dýra, fjölskyldumálverkin voru á endaveggnum bak við konuna: allir með eins svip konur og karlar; mikið var gott að snúa baki í þessa ættgöfugu hjörð, og hafa sína sál í friði fyrir hinum aristókrat- íska sljóleika þessara andlita, sem tengdu öld við öld, í tómleika sínum og hroka. Allt gerist seinlega. Hendur hennar. Hún sá hönd sína speglast í gljáandi borðplötunni; sem var dökkbrún. Hún var svo heilluð af þessari sýn: þessi hönd sem speglast þarna, grönn; hún horfir ekki á sjálfa höndina heldur speglun hennar. Ljósið skein skært á höndina, og baðaði hana. Hún horfði á speglun handarinnar. Langt í burtu þessi ungi maður. Maðurinn hennar. Ætt hans á bakvið hann hafði afnumið andlit hans. Hann færðist enn fjær, stóll hans borinn hratt burt svo hann varð örsmár fyrir órafjörrun endanum á dökkum gljáandi renningi. Það var einsog mjótt síki um kyrra nótt. Sem speglaði bara eina hönd. Þína hönd. Þá fór ég að gráta. Eg grét og grét, og vissi ekki af hverju; svo þá grét ég bara ennþá meira út af því að vita ekki hversvegna. Það var svo ægilegt að muna ekki eftir neinu til að gráta út af. Muna ekki eftir neinu sem var nógu mikið mitt til að ég gæti grátið út af því. Þá reis þessi ókunni maður fyrir enda borðsins upp; og kom mér allt í einu aftur við, því hann var svo sætur að hugga mig. Svo var komið fleira fólk. Pabbi hans og mamma, og frænka hans með stóru tennurnar sem leyndu því að hún hefði neðri vör, þau voru komin; \ 434
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.