Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 91
Umsagnir um bœkur í ópinu sem heyrist, línunni sem sést, dansinum sem er stiginn, ljóðinu sem er. (71) Ur þessu ljóði, sem er mögnuð tilraun til lýsingar á innsta eðli skáldskaparins, má lesa vissa afstöðu til ljóðlistar; ljóðið sjálft, orðin sem á blað komast, hafa miklu dýpri merkingu en blasir við aug- um. Að baki hverju ljóði býr tilfinning og reynsla sem erfitt er að koma fyllilega til skila: Erfitt mun reynast æ mun erfitt Að skrásetja fögnuðinn Að finna eldinum samneyti (78) Þess vegna verða ljóð aldrei nema brota- kenndar myndir djúpstæðari tjáningar og lesandans hlutverk verður að nálgast merkingu þeirra. Og þetta sést glöggt á mörgum ljóðum bókarinnar. Skáldið birtir hugsanir í snöggum myndum og stuttum, þótt oft bregði fyrir mælsku og orðaflaumi sem gefur bókum Sigurðar skemmtilegar víddir. II. Myndmál ljóðanna í Ljóð vega gerð er yfirleitt einfalt, beinar myndir eru víða en þó er áberandi þróun milli bóka Sig- urðar, er miðar að auknum hlut mynd- hverfinga. Það verður til þess að ljóðin virka torræðari, yfirbragð þeirra verður þyngra og samþjappaðra, enda hefur Sigurður tileinkað sér fágæta hnitmiðun í myndmáli sem gerir vitaskuld meiri kröfur til lesenda. Um leið þokar skáldið sér alltaf meira út úr ljóðunum. í Ljób vega salt var mælandi ljóðsins ein- att nálægur, en síðan hefur hann fjar- lægst og tekið sér stöðu e. k. lýsanda er virðir fyrir sér mannlífið úr nokkurri fjarlægð eins op skemmtilega kemur fram í ljóðinu „A sjöundu hæð“. í nýju leikriti höfundar „Miðjarðar- för“ segir í upphafsorðum: „tunglið stjórnar þessu öllu hvort eð er“. I sam- ræmi við þessa söguskoðun skipar tungl- ið veglegan sess í ljóðmyndum Sigurðar og þá oft í slagtogi við annan mikil- vægan þátt mannlegrar tilveru, sólina. Dagur og nótt eru sem fyrr sagði annað fyrirferðarmikið par í ljóðum Sigurðar. En myndir hans og líkingar eru umfram allt skemmtilega lifandi og frumlegar, og er ekki úr vegi að taka nokkur dæmi úr bókinni er sýna dagskomuna: Voðalegra með hverri undrafót- skriðu sem sólin rennir sér upp himinsvellið Heggur nóttina í herðar niður (14) Þarna eykur óvænt líking við heljar- stökk Skarphéðins Njálssonar vídd myndarinnar. og ljósið byrlar nóttinni eitur Bílarnir eru að vakna Arkítektalampinn rumskar skreiðist upp á himinhvolfið Morgunninn töltir á lágfrýsandi fákum ljóssins um rústir næturinnar (35) Eins og fyrr var vikið að eru ljóð þessarar bókar orðfærri og hnitmiðaðri en fyrri bókanna. En hnitmiðun og ögun í málfari og stíl helst svo í hendur við skemmtilega mælsku sem hættir þó til að verða nokkuð yfirdrifin. Meira bar 441
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.