Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 96
Tímarit Máls og menningar
Spakmæli Tóta falla í góðan jarðveg
hjá fleirum en Agli og Tóti nýtur mikill-
ar virðingar í þorpinu. Séra Gísli segir í
aðdáun sinni:
Og þú átt hrifninguna sem bindur
alla hluti saman og opnar himins
hlið. (96)
Það er svolítið erfitt að taka þátt í
þessari hrifningu á Tóta frænda. Báta-
smiður þessi á Selatöngum er blendinn
maður: stundum talar hann eins og hinn
alþýðlegi spekingur sem sækir visku sína
í hina fullkomnu og endanlegu afneitun
sjálfsins eins og eftirlitsmaðurinn í
Brekkukotsannál sem segir: „Hátt og
lágt vinur — ég veit ekki hvað það er.“
Oftast talar Tóti þó í hálfkæringi og
véfréttarlegum þversögnum — utan einu
sinni að brýst fram hjá honum djúp-
stæð fyrirlitning á þorpsbúum og lífs-
mynstri þeirra. (67) Tóti er sjálfur há-
menntaður maður, talar minnst sex
tungumál og les heimsfrægar bækur á
frummálinu þegar (næstum) enginn sér
til.
Nú skal ég ekki efast um að hámennt-
aðir en (all)hógværir alþýðuspekingar
séu til, og hafi verið til, í litlum plássum
á íslandi — en þeir hafa svo mikið verið
notaðir í bókmenntum okkar að þeir eru
löngu orðnir „týpa“ og goðsögn og hug-
urinn leitar (með ísköldum hrolli) til
vitavarðarins á Skjaldhömrum — svo að
dæmi sé nefnt. Goðsögnin treður sér
upp á milli lesandans og Tóta og rænir
hann lífinu í bókinni.
Þroskasaga eba þorpssaga?
Egill Grímsson, sögumaður okkar, seg-
ist skilja að hann hafi ekki þekkt fólkið á
Selatöngum — og lesandi verður að taka
undir það með honum. Geirfuglarnir
verða þannig fyrst og fremst þroskasaga
Egils sjálfs og í kringum þá persónusögu
er lýsing á því að „einu sinni var gleði-
bragur yfir litlum plássum." (159) Sé
þetta niðurstaðan þegar upp er staðið
hlýtur maður að spyrja sjálfan sig hvað í
ósköpunum kjarnorkusprengingin sé að
gera í þessari bók? Margur hefur skrifað
ævisögu sína af minna tilefni.
Einn aðdáandi Geirfuglanna sagði við
mig að sér fyndist kjarnorkusprengingin
mjög snotur endir á uppvaxtarsögu Eg-
ils, fín frásagnarslaufa í upphafi og endi
bókarinnar. Þetta finnst mér grátt gam-
an, satt að segja, og ég hallast að því að
bókinni hafi verið ætlað að vera minnis-
varði yfir Selatanga — eins og rakið var
hér að framan. Með þeirri frásagnarað-
ferð sem verður ofan á, þ. e. raunsæi-
legum bernskuminningum, tekst það
einfaldlega ekki. Kannski hefði skálda-
leyfið sem sögumaður/höfundur tóku
sér í upphafinu dugað til að rjúfa þann
sjálfhverfa, bernska hring sem Geirfugl-
arnir lokast inni í? Ef tekist hefði að
gæða þó ekki væri nema tvo eða þrjá
þorpsbúa því lífi sem Egill fær — hefði
sprengingin ekki orðið persónulegur
harmleikur hans (sem þó lifði af) —
heldur hefði bókin orðið ögrandi og
ógnandi pólitísk viðvörun.
Dagný Kristjánsdóttir.
Á GLÓÐUM
Dauðamenn Njarðar P. Njarðvík (Ið-
unn 1982) er stutt skáldsaga (140
ódrjúgar síður meginmálið), einföld og
hnitmiðuð að efni svo sem lengd hennar
hæfir. Hún gerist í Skutulsfirði, nær ein-
göngu á tveim bæjum, á tæpu ári 1655 —
56; nafngreindar persónur að vísu all-
margar, en langflestar einþættar auka-
persónur.
446