Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 96
Tímarit Máls og menningar Spakmæli Tóta falla í góðan jarðveg hjá fleirum en Agli og Tóti nýtur mikill- ar virðingar í þorpinu. Séra Gísli segir í aðdáun sinni: Og þú átt hrifninguna sem bindur alla hluti saman og opnar himins hlið. (96) Það er svolítið erfitt að taka þátt í þessari hrifningu á Tóta frænda. Báta- smiður þessi á Selatöngum er blendinn maður: stundum talar hann eins og hinn alþýðlegi spekingur sem sækir visku sína í hina fullkomnu og endanlegu afneitun sjálfsins eins og eftirlitsmaðurinn í Brekkukotsannál sem segir: „Hátt og lágt vinur — ég veit ekki hvað það er.“ Oftast talar Tóti þó í hálfkæringi og véfréttarlegum þversögnum — utan einu sinni að brýst fram hjá honum djúp- stæð fyrirlitning á þorpsbúum og lífs- mynstri þeirra. (67) Tóti er sjálfur há- menntaður maður, talar minnst sex tungumál og les heimsfrægar bækur á frummálinu þegar (næstum) enginn sér til. Nú skal ég ekki efast um að hámennt- aðir en (all)hógværir alþýðuspekingar séu til, og hafi verið til, í litlum plássum á íslandi — en þeir hafa svo mikið verið notaðir í bókmenntum okkar að þeir eru löngu orðnir „týpa“ og goðsögn og hug- urinn leitar (með ísköldum hrolli) til vitavarðarins á Skjaldhömrum — svo að dæmi sé nefnt. Goðsögnin treður sér upp á milli lesandans og Tóta og rænir hann lífinu í bókinni. Þroskasaga eba þorpssaga? Egill Grímsson, sögumaður okkar, seg- ist skilja að hann hafi ekki þekkt fólkið á Selatöngum — og lesandi verður að taka undir það með honum. Geirfuglarnir verða þannig fyrst og fremst þroskasaga Egils sjálfs og í kringum þá persónusögu er lýsing á því að „einu sinni var gleði- bragur yfir litlum plássum." (159) Sé þetta niðurstaðan þegar upp er staðið hlýtur maður að spyrja sjálfan sig hvað í ósköpunum kjarnorkusprengingin sé að gera í þessari bók? Margur hefur skrifað ævisögu sína af minna tilefni. Einn aðdáandi Geirfuglanna sagði við mig að sér fyndist kjarnorkusprengingin mjög snotur endir á uppvaxtarsögu Eg- ils, fín frásagnarslaufa í upphafi og endi bókarinnar. Þetta finnst mér grátt gam- an, satt að segja, og ég hallast að því að bókinni hafi verið ætlað að vera minnis- varði yfir Selatanga — eins og rakið var hér að framan. Með þeirri frásagnarað- ferð sem verður ofan á, þ. e. raunsæi- legum bernskuminningum, tekst það einfaldlega ekki. Kannski hefði skálda- leyfið sem sögumaður/höfundur tóku sér í upphafinu dugað til að rjúfa þann sjálfhverfa, bernska hring sem Geirfugl- arnir lokast inni í? Ef tekist hefði að gæða þó ekki væri nema tvo eða þrjá þorpsbúa því lífi sem Egill fær — hefði sprengingin ekki orðið persónulegur harmleikur hans (sem þó lifði af) — heldur hefði bókin orðið ögrandi og ógnandi pólitísk viðvörun. Dagný Kristjánsdóttir. Á GLÓÐUM Dauðamenn Njarðar P. Njarðvík (Ið- unn 1982) er stutt skáldsaga (140 ódrjúgar síður meginmálið), einföld og hnitmiðuð að efni svo sem lengd hennar hæfir. Hún gerist í Skutulsfirði, nær ein- göngu á tveim bæjum, á tæpu ári 1655 — 56; nafngreindar persónur að vísu all- margar, en langflestar einþættar auka- persónur. 446
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.