Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 100
Tímarit Máls og menningar
lesnari einmitt þess vegna), og hryllingi
söguefnisins hvarvetna haldið í mjög
viðráðanlegu hófi (t. d. ekki notuð vís-
bending Píslarsögunnar um að Jón yngri
hafi verið svo illa bundinn á bálinu að
hann hafi margsinnis bylt sér út úr log-
unum; og lesandi er ekki neyddur til að
liugsa mikið út í geðveiki prests þótt
hann sé látinn lýsa henni nokkuð). Þó er
það grípandi innan þeirra marka sem
höfundur kýs sér, og hygg ég sagan megi
í heild kallast vel heppnuð.
Helgi Sktili Kjartansson.
VINUR VORS OG BLÓMA
Anton Helgi Jónsson er fæddur árið
1955. Hann hefur sent frá sér ljóðabæk-
urnar Undir regnboga 1974 og Dropi úr
síðustu skúr 1979. Vinur vors og blóma,
saga um ástir og örlög, kom út hjá
Iðunni 1982 og er fyrsta skáldsaga höf-
undar.
Sagan fjallar um ástir og örlög Magnús-
ar, sem er verkstjóri við höfnina í
Reykjavík. Hann býr með stúlku austan
af Fjörðum, Katrínu. Hún á eitt lausa-
leiksbarn. Bróðir Katrínar heitir Vil-
hjálmur og hann er vinnufélagi og jafn-
framt sálufélagi Magnúsar þótt þá greini
á um margt, sérstaklega stjórnmálaskoð-
anir, því Vilhjálmur er ákaflega róttækur
en Magnús er áhugalaus um byltingar-
áform hans.
Velunnari Magnúsar er móðurbróðir
hans og heitir einnig Magnús. Með
Magnúsi yngra og Maríu, eiginkonu
Magnúsar eldra, takast ástir. Magnús
flytur frá Katrínu og hún fer heim til sín
austur á Firði.
María fer til sumardvalar í Grikklandi
og Vilhjálmur deyr í vinnuslysi. Eftir
stendur svo Magnús, án ástar og vináttu
og einstæðingsskapurinn leggst þungt á
hann. I sögulokin er hann sem rekald og
skolast til og frá en hefur þó orðið með-
vitaður um stéttlægan mun sinn og
Maríu. Hann hafnar henni þegar hún
leitar aftur á hans fund, þorir svo ekki að
nálgast hana á ný þótt hann langi ekki til
annars meir.
Magnús er umkomulaus maður sem
litlu sem engu ræður um örlög sín.
Hann er hvarvetna jrolandi og tími hans
líður til einskis. Astir hans og örlög
markast af stétt hans og stöðu. Hann er
til að byrja með nokkuð ánægður með
hlutskipti sitt, og á auðvelt með að láta
sig dreyma burt frá raunveruleikanum ef
hann verður óþægilegur. Þetta tekst
honum best með því að horfa á afþrey-
ingarkvikmyndir og samsama sig
persónunum. Honum finnst þægilegt að
vera undir verndarvæng Magnúsar föð-
urbróður síns og sér ekkert athugavert
við það að njóta þess sem hann réttir að
honum. Andstæðurnar verða honum
ekki ljósar fyrr en við dauða Vilhjálms,
en hann gerir enga uppreisn, hann bogn-
ar undan þeirri byrði sem skilningurinn
er. Holdtektir stéttaandstæðnanna,
Magnús og María, eru bæði trúverðugar
persónur sem geyma með sér bældar
óskir um betri heim. En það verða aldrei
nein átök milli þeirra, til þess er leikur-
inn of ójafn, og auk þess á María, —
sökum þess að hún er kona, — ekki fulla
samleið með þeim sem ráða fyrir auði og
valdi. Eiginmaður hennar, Magnús eldri,
er hins vegar af því sauðahúsi, enda er
það helst gagnvart honum sem nafni
hans og frændi gerir tilraun til upp-
reisnar, rífur svolítið kjaft og kemur
honum í uppnám.
Katrín, sambýliskona Magnúsar, er
450