Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 110
Tímarit Máls og menningar I námseininguna Landnám Islands hefur meira verið lagt. Eg sé ekki annað en að hún sé vel frambærileg til fram- búðar eins og hún er. Aðfinnslur mínar varða fullkomin aukaatriði í samanburði við þann feng sem þetta námsefni hlýtur að vera kennurum og nemendum grunn- skóla. Og meginatriðið er frá mínu sjón- armiði að þar er reynt að miðla alveg raunverulegri sögu. Skýrt er hvernig ályktað er um fortíðina af heimildum og látið koma í ljós hvernig eitt tengist öðru í orsakasamhengi, stofnun Alþingis til dæmis látin koma sem afleiðing af erjum manna á landnámsöld. Hins vegar verð ég að segja að mér finnst að of mikið hafi verið lagt í þessa einu einingu meðan skólarnir þurfa að notast við bækur eins og Islandssögur Þórleifs Bjarnasonar og Þorsteins M. Jónssonar. Allur frágangur efnisins er hreinlega glæsilegur, eins og ekkert hafi verið til sparað. Hefði ekki verið brýnna að ryðja út í skólana meira efni í einföld- um bráðabirgðaútgáfum svo að leggja mætti niður bækur sem eru beinlínis skaðlegar börnum? En úr því sem kom- ið er, er ekkert að gera annað en fagna því sem vel hefur verið gert. Gunnar Karlsson. SÓLARBLÍÐAN, SESSELÍA OG MAMMAN í KRUKKUNNI Önnur bók Vésteins Lúðvíkssonar um Sólarblíðuna sem Mál og menning gaf út 1982 heitir Sólarblíðan, Sesselía og mamman í krukkunni. Fyrsta bókin hét bara Sólarblíðan og kom út 1981. Sagan sem hér um ræðir er 77 blaðsíður og skiptist í 10 kafla. Letrið er frekar stórt og ætti sagan að vera nokkuð aðgengileg lesning fyrir þá sem eru nýlega orðnir læs- ir, bæði formsins og efnisins vegna. Fjórar ágætar myndir eftir Malín Örlygsdóttur prýða bókina en þær hefðu þó þurft að vera fleiri, t. d. ein í hverjum kafla. Ennþá gerast avintýr Það má segja að þessi saga sé einhvers konar nútíma-ævintýri. Sagan hefst þar sem Sólarblíðan, en svo er stelpan köll- uð, er að leggja af stað í björgun- arleiðangur. Hún býr í Borginni okkar og þarf að bjarga Sesselíu vinkonu sinni úr klóm foreldra hennar en þau kúga hana og misnota sér vald sitt í krafti þess að þau eru fullorðin en Sesselía barn. Mikið liggur því við að Sesselíu sé bjarg- að finnst Sólarblíðunni. Ferðin hefst á því að Sólarblíðan verð- ur að svindla sér í þrjá strætóa til að komast í hverfið þar sem Sesselía býr. Rétt utan við húsið heima hjá Sesselíu hittir hún svo kyndugan strák og vinnur það til að kyssa hann tvisvar og fær að launum töfrasteininn að láni. Sólarblíðan tekur nú til við að lauma sér óséð inn í húsið og reyna að finna herbergi Sesselíu. A þeirri leið kemst hún að því að vandinn sem við er að etja er meiri en hún hélt því foreldrar Sesselíu hafa pantað tískudrottningu sem les hugsanir barna og á hún að lækna Sesselíu af veikinni sem Sólarblíð- an hefur smitað hana af. Hugsið ykkur bara ef allir smituðust og yrðu eins og þetta stelputrippi. Þá lifði hver einasti maður eftir eigin höfði. Og þegar hver maður lifir eftir eigin höfði, þá er ekki lengur hægt að halda uppi röð og reglu. Þá er ekki einu sinni hægt að fá fólk til að mæta í vinnuna og krakkana í skólann. Ekki einn dag í viku. Ekki hálfan dag. Ekki mínútu. (15) 460
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.