Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 112
Tímarit Máls og menningar þeim sem eru í vanda. Þetta er einkenni á mörgum ævintýrahetjum sem við þekkj- um, t. d. karlssyni í Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir. Stebbi á greinilega bágt. „Tvisvar, bað strákurinn af svo sársaukafullu kossa- hungri að Sólarblíðan fór að halda að það væri satt að hann hefði ekki verið kysstur í mörg ár“ (10). Sólarblíðan vor- kennir honum og kyssir hann bæði þess vegna og líka til að fá töfrasteininn. „Ef þú lendir í vandræðum með steininn geturðu komið og fengið ráð hjá mér“ (11) segir Stebbi og það gengur eftir. An steinsins og Stebba hefði Sólarblíðan ekki leyst þrautina þá að bjarga Sesselíu. En Sólarblíðan kæmist þó stutt á góðseminni einni ef hún væri ekki líka klók, klár og kjarkmikil. „Fyrst ég gat svindlað mér í þrjá strætóa, hlýt ég að geta bjargað hausnum á þér frá því að verða lesinn eins og bók. Eg hugsa nefni- lega svo margt bráðsnjallt þegar ég er hrædd“ (25). Oft sýnist mér að höfundur hafi haft í huga dæmigerða stelpu í stelpubókum og reynt að hafa Sólarblíðuna algera andstæðu. Stebbi er hins vegar með mörg einkenni stelpu í bók enda kall- aður stelpustrákur. Stebbi lætur í ljós að hann sé skotinn í Sólarblíðunni, hún sé kannske besta stelpan í Borginni okkar. Viðbrögð Sól- arblíðunnar eru hranaleg. „. . . ég er ekkert góð við svona stráka einsog þig. Eg er vond við þá. Og þar hefurðu það, lygahjassi!" (40) Seinna sýnir hún mikinn skapofsa. Sólarblíðan varð svo reið að hún gat ekkert hugsað. Hún stökk á Stebba, hrinti honum niðrá gólf, kastaði sér þar á hann og lamdi hann af öllum kröftum. Hann reyndi að verja sig og lamdi á móti, en af því Sólarblíðan var sterkari tókst honum ekki að koma henni undir. (62) Skýringin er sú að hún hélt að þau væru búin að drepa mömmu Sesselíu og lentu í fangelsi en líka á það sinn þátt.að þegar ég horfi á hann, þá er eitthvað sem ég þoli ekki.“ (64) Samspilinu milli þeirra tveggja er skemmtilega lýst. Hann stríðir henni á að hún þori ekki að vera skotin í strák, hún fussar og sveiar, hann grátbiður hana að kyssa sig, hún sé svo mjúk, hún roðnar og reynir að vera töff en kyssir hann svo óvart í svefni 40 kossa í lotu sem verður til þess að hún leysir hann úr álögunum. Skessurnar Mamma Sesselíu og tískudrottningin eru andstæðingarnir sem við er að etja í þessu ævintýri. Tískudrottningin hefur lært að lesa hugsanir barna eins og bók og ófrýnileg er hún á sinn hátt ekki síður en skessurnar í gömlu ævintýrunum. Hárið á henni var uppsett og svo fullt af götum að mýs hefðu getað notað það sem völundarhús. I fram- an var hún máluð eins og hún hefði keppst við í heila viku og vandað sig óskaplega. Og fötin! Þau voru áreið- anlega það nýjasta nýja frá splunkunýjasta tískulandinu. (13) Það er verulega hættuleg kona sem hér er á ferð finnst þeim Sesselíu og Sólar- blíðunni og nú ríður á að vera klókar og finna út hvað tískudrottningum þykir verst af öllu. „. . . að vera púkó, ljótar, lummó og gamaldags" (30) er niðurstað- an og með aðstoð steinsins er tísku- drottningunni talin trú um að svona sé hún og þar með eru vopnin slegin úr höndum hennar. 462
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.