Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 113
Umsagnir um bœkur
Mamman . vildi ævinlega ráða
öllu, smáu sem stóru.“ Þess vegna var
hún svo óþolandi. Best sést hvernig hún
var sem uppalandi þegar hún minnkar
og er komin í krukkuna og Sesselía fær
útrás við það að snúa hlutverkum þeirra
mæðgna við.
— Þú mátt ekki kasta mér út í ösku-
tunnu! æpti mamman.
— Eg má allt, sagði Sesselía og tók
hönd sína upp úr krukkunni og
skrúfaði lokið á aftur. En af því ég er
góð eins og allt mitt fólk, þá ætla ég
að laga þig. Samt hef ég alis engan
tíma til þess. Guð minn góður! Eg
sem á eftir að fara í lagningu. Eg sem
á eftir að tala við allar frænkur mínar
í símann. Svo þú sérð að það er ekki
lítið sem ég legg á mig, núna þegar ég
ætla að reyna að laga þig. (54)
Þó að Sólarblíðunni finnist Sesselía „. . .
leika þessa skelfilegu mömmu af hreinni
snilld" (50) blöskrar henni samt hvað
hún nýtur þess að vera vond við
mömmu sína: „ . . . henni fannst svo ó-
endanlega gaman að vera allt í einu orðin
stór og ráða öllu,. . .“ (57) En Sólarblíð-
an setur ofan í við hana: „Veistu ekki að
maður á að vera góður við minni mátt-
ar?“ (57) Lesandi getur samt leyft sér að
vona að mamman hafi lært af þessu og
að það ásamt hræðslunni við að verða
lítil aftur geri hana almennilega.
Þær mamman og tískudrottningin eru
sem sé í áþekku hlutverki og skessurnar
í ævintýrunum og börnin sem eru hetj-
urnar í þessari sögu vinna á þeim sigur.
Hverslags mórall
er eiginlega í þessari sögui
Góðu öflin í þessu ævintýri okkar eru
börn en skúrkarnir sem berjast þarf við
eru fullorðnir. Það er þó rétt að taka það
fram að bestu vinir Sólarblíðunnar sem
þau Stebbi koma heim til að þrautinni
leystri í sögulok, eru gamla fólkið Dáni
og Hulda. Þau koma annars ekkert beint
við þessa sögu.
Það þarf enginn að fara í grafgötur
með það að sagan stendur með börnum
sem vilja vera sjálfstæð og fá frelsi til að
hugsa í friði fyrir ráðríkum foreldrum.
Hún er líka á móti yfirdrifnu ráðríki
foreldra yfir börnum sínum. I samræmi
við lögmál ævintýranna er allt afdráttar-
laust og allar andstæður skýrar. Það er
m. a. það sem gerir ævintýri svo að-
gengileg fyrir börn. Þau vilja t. d. hafa á
hreinu hver vondi kallinn er.
Það sem skiptir mestu máli um það
hvernig siðaboðskap börn lesa út úr
sögunni er aðalpersónan og hennar
persónuleiki. Börn samsama sig hetjunni
og taka sjálfkrafa miklu meira mark á
því hvað hún gerir og segir en því sem
höfundur eða sögumaður kann að skjóta
inn í.
Sólarblíðan er þannig persóna að ég
tel að hún muni hafa góð og jákvæð
áhrif á lesendur. Hún ætti að hvetja þá
til að láta ekki kúga sig en standa saman
og vera góðir hver við annan.
Mér finnst sagan af þeim Sesselíu og
Sólarblíðunni frumleg og vel heppnuð
barnasaga. En mælikvarða hversdags-
raunsæis mega foreldrar og aðrir uppal-
endur ekki leggja á hana.
Góðar íslenskar barnabækur hafa
langflestar stuðst við raunsæishefðina og
var mál til komið að rithöfundar færu að
takast af metnaði og alvöru á við ævin-
týra- og fantasíuformið. Af lokaorðum
þessarar sögu sýnist mér að við megum
vonast eftir fantasíu næst. Eg hlakka til
að sjá hvernig Vésteinn heldur áfram því
ég þykist greina í Sólarblíðusögunum
463