Tímarit Máls og menningar

Volume

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 119
hlutfall lækki en „ekki nema um tæp 8% . . .). A bls. 116 er talað um „nokkurn mun“ þegar munar 1,8 stigi. Á sömu bls. (raunar aðeins 3 línum neðar) er hins vegar notað orðalagið „hlutfallslega fleiri" um 14,9 stiga mun. Hægt væri að taka fleiri dæmi, en þessi ættu að duga til að sýna fram á að túlkun þeirra Kristins og Þorbjarnar á hlutfallstölum er mjög svo á reiki. Það er vissulega bagalegt í úrvinnslu á könn- un þessari, þar sem allt veltur á sam- anburði hlutfallstalna. Þeir Kristinn og Þorbjörn hefðu t. d. getað notað mælikvarðann %4 á styrk- leikasamband breytanna (sjá t. d. bókina „Statistics for Social Scientists" eftir Frank J. Kohout, bls. 73—85). Með þeim mælikvarða má a. m. k. fá nokkur rök fyrir því hvenær hægt er að telja prósentumun „mikinn" hvenær „lítinn" (þótt aldrei verði hægt að fá fram hve- nær telja skal slíkan mun „átakan- legan“). Að lokum skulu Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar og Félagsvísinda- deild Háskóla Islands færðar þakkir fyrir útgáfu þessarar könnunar og þeirri hugmynd jafnframt skotið að Jafn- réttisnefnd að hún geri upplýsingarnar aðgengilegar fræðafólki. Eflaust mun marga fýsa að skoða þessa könnun nán- ar, því þarna er að finna mikið safn upplýsinga um íslenskt þjóðfélag, sem vert er að gefa meiri gaum. Aubur Styrkársdóttir. Umsagnir um bœkur OFANJARÐARSKÁLD OG NEÐANJARÐARÚTGÁFUR „Þetta verða örlög þeirra sem burðast við að gefa út yfirlitsrit," segir Silja Að- alsteinsdóttir í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar í ritdómi um bókina Nýgrœómgar í Ijóðagerð 1970—1981. Þetta skrifar hún í framhaldi af því að „segja mætti mér að eitthvað hefði hann (þ. e. undirritaður) þvegið burt af áhrif- um gömlu módernistanna til að skýra línurnar" eins og hún orðar það. Það er sorglegt hvað sumir íslenskir bókmenntagagnrýnendur lesa illa þær bækur sem þeir eru að „burðast við“ að ritdæma, svo að ég noti orðalag Silju. I þeirri trú að þetta séu samt ekki „örlög“ ritdómarans ætla ég að ræða dálítið nán- ar um þess bók og ummæli Silju um hana. í formála mínum í bókinni legg ég áherslu á að ungu skáldin, sem fram komu á síðasta áratug, yrki í framhaldi af hinum eldri módernisma, bæði varð- andi efni og form (sjá t. d. bls. 8 og 17) en segi að þau hafi „líka mótað sér vissa uppreisnarafstöðu gagnvart næstu skáldakynslóðum á undan.“ (bls. 8). Or- lagahyggja Silju er þessvegna í lausu lofti og það er ógerningur að sjá hvað hún á við með þvottatali sínu enda hirðir hún ekki um að rökstyðja það. Á hinn bóg- inn fullyrðir hún svo líka að ungt fólk lesi ekki „góðskáldin" og að sumir, sem byrjaðir séu að yrkja, hafi aldrei lesið ljóðabók og viti ekkert hvernig eldri módernistar yrkja. Allt eru þetta heldur óljósar staðhæfingar og alhæfingar en af framhaldinu virðist mega ráða að hér eigi hún einkum við börn og unglinga sem finni fyrirmyndir í dægurlagatext- um og stæli þá. I formála sýnisbókarinnar með ljóð- um nýgræðinganna er gerð grein fyrir 469
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue: 4. tölublað (01.09.1983)
https://timarit.is/issue/381025

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

4. tölublað (01.09.1983)

Actions: