Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 122
Tímarit Máls og menningar
staðar, hefur flæmt fólk frá ljóðlistinni
og leitt það inn í ævisagnagrúsk í stað
þess að auka yfirsýn og skilning á
samhengi og heildareinkennum ljóðlist-
ar. Eg valdi vissulega „bestu ijóð að
eigin mati“ en ekki til þess að kynna
einstök skáld heldur til þess að sýna
skáldskap nýrra skálda á ákveðnu skeiði,
einkenni hans og hugðarefni. Silja virð-
ist telja það galla á bókinni að hún kunni
að vera sett saman á þann hátt sem
„auðveldar nemendum úrvinnslu". Eg
er aftur á móti viss um að flestir telja það
kost enda verður ekki séð að skáldskap-
urinn líði neitt fyrir það. Samt er rétt að
taka það fram að hugsanleg notkun í
skólum réð ekki byggingu bókarinnar.
Það er greint frá því í formálanum að ég
tel þessa tilhögun vænlega til „að sýna
heildarsvip og megineinkenni bestu
ljóða nýrra skálda á næstliðnum áratug.“
Að sjálfsögðu er valið og matið á mína
ábyrgð eins og hvers annars sem tekur
að sér að velja í slík rit.
Þessari greinargerð um markmið bók-
arinnar gengur Silja Aðalsteinsdóttir
framhjá þegar hún skrifar að bókin sé
„varla nýstárleg fyrir þá sem langaði til að
kynnast hér á auðveldan hátt því sem
Eysteinn kallar „neðanjarðarútgáfur“
eftir dularfull skáld undirheima sem
aldrei komast á Landsbókasafn."
Nú verð ég að taka það fram í þessu
sambandi að ég hef hvergi minnst á „dul-
arfull skáld“ eða „undirheima" eins og
skilja mætti af framangreindum orðum
Silju. Eg notaði orðið „neðanjarðarút-
gáfur“ einungis á einum stað neðanmáls
í gæsalöppum með fyrirvaranum „eins
konar“ og af samhenginu er ljóst að átt
er við útgáfuaðila sem ekki hafa sinnt
skilaskyldu til safna. Flestar fjölritaðar
bækur er auðvelt að fá, en ég átti við
fáeinar einkaútgáfur sem mér reyndist
erfitt að finna þegar ég var að leita uppi
kverin. Kannski er þetta óheppilegt orð,
a. m. k. ef það á sök á væntingum fólks
um spennu og dulmögnun. Það er engu
líkara en að sumir séu búnir að smíða sér
einhverja goðsögn um þessar fjölrituðu
einkaútgáfur á ljóðum og haldi að þar sé
eitthvað óvenjulega spennandi og dular-
fullt á ferðinni og Silja virðist hafa orðið
fyrir vonbrigðum vegna þess að slíkt
endurspeglast ekki í sýnisbók nýgræð-
inganna. Að sjálfsögðu hef ég lesið all-
rækilega öll þessi kver og allar þessar
bækur og tekið margt úr þeim í sýnis-
bókina. Ég tel hins vegar fráleitt að
leggja sérstaka áherslu á úrval úr bókum
sem gefnar eru út með ódýrri prent-
tækni eða vanræktri skilaskyldu til
Landsbókasafns. Það er ekkert í þeim
sem skapar þeim samstöðu nema prent-
unaraðferðin, þetta eru ljóð af öllu tagi,
ekki síður fornfáleg nýgræðingaljóð en
nýstárleg. Þarna er enginn sérstakur, af-
markaður þjóðfélagshópur á ferðinni né
heldur sérleg viðhorf eða nýr stíll. En
þar sem Silja Aðalsteinsdóttir er ráða-
maður í bókaútgáfu eru hæg heimatökin
hjá henni að láta setja saman úrtak úr
slíkum bókum. En mér væri spurn: I
hvaða tilgangi?
I enda greinar sinnar um Nýgræðinga
í ljóðagerð 1970—1981 segir Silja: „. . .
auðveldlega má margfalda tölu skálda í
þessari bók með sjálfri sér ef fá á út
fjölda þeirra sem dunda við að yrkja í
skólablöð, alls kyns tímarit og ofan í
skúffur."
Þessi tíðindi koma varla mörgum á
óvart. En vonandi hreppir enginn útgef-
andi þau örlög að þurfa að velja upp úr
öllum skúffunum.
Eysteinn Þorvaldsson.
472