Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Blaðsíða 10
Tímarit Máls og menningar móður ljóðsins. Meðþví móti hefði hann/hún til að bera velvildina, sem er nauð- synleg, en gæti jafnframt stutt sig við skynsemi sína. Það er hættulegt ef umfjallandi bókmennta hefur mjög þröngan skilning á því hvað sé ljóðlist. Gagnrýnanda sem fær í hendurnar mörg og ólík skáldverk má aldrei henda það að hengja sig af aðdáun í eina aðferð og hafa síðan engan skilning eða næmi á aðrar túlkanir eða sjónarmið í ljóðagerð. En hörmulegastur er gagnrýnandinn þó er hann pakkar þröngsýninni inn í búnað annarlegrar heiftar og ofstækis og bindur síðan utan um allt saman með ástlausri sýn sinni á mannlegan veruleika og viðleitni. Það væri ef til vill vert að rifja upp í þessu sambandi ummæli Sigfúsar Daða- sonar í grein sinni Tilvarnarskáldskapnum frá árinu 1952, en hún var skrifuð sem andsvar við æsingarmönnum gegn módernískum skáldskap á íslandi. Hann sagði þar meðal annars: Um gagnrýni má segja að hún kemur þeim sem gagnrýndur er sízt að notum. Eins og Rilke segir, ef ég man rétt, er húnþegar bezt lcetur byggð á misskiln- ingi. Einstaka sinnum getur verið að hún forði mönnum frá að halda áfram á þeirri braut sem þeir eru ekki hæfir til (því til eru ung skáld sem taka mark á gagnrýni), en þá á hún sjálfsagt á samvizkunni að hafa drepið kjarkinn í upp- rennandi snillingum að jafnmiklu marki. Ung skáld ættu að finna hvöt í andstöðu staðnaðra gagnrýnenda, en jafnvel sú andstaða er engin trygging frekar en hólið. Hvorki níð né hól getur verið þeim nein leiðbeining; þau standa ein á sköpunarstundinni og geta og mega ekki vænta neinnar hjálpar. En oft gleymast orð gagnrýnandans þegar sópur tímans hefur þurrkað burt margt það sem sagt var og þótti jafnvel fullgilt á sinni tíð. Það eru einnig mörg skáldverkin sem hafa þurrkast burt um leið. Og mann grunar að það eigi ekki allt skilið að gleymast sem gleymist þó í safni mannanna. Til að mynda hefur fátt eitt varðveist af hinum kvenlega bókmenntaarfi. Það er vont mál, ekki síst fyrir konur. Þar með hefur glatast mikilvægt samhengi í sögu mannkynsins og skörð komið í skilning okkar sem seinlegt getur orðið að fylla. Barátta kvenna hefur löngum verið full af sársauka, af vonum og vonbrigðum. Og um þessar mundir er það ungum skáldkonum meiri nauðsyn en nokkru sinni áður að yrkja í skörðin með sínum kvenlæga lífsskilningi, sýna ljóðrænan kraftinn sem í þeim býr og skapa að nýju konuna á sannan hátt. Því líf hennar og aðstæður breytast ört. En jafnframt mun að líkindum grafa um sig í vitund þeirra, sterkar en fýrr, sú kennd að tíminn, tilfinningaheftur og undirokandi nútíminn, hafi rænt þær hluta afkvenleikasínum, kastreraðkveneðliþeirra. Og ef til vill kann sú kvöl að verða frjósöm elegíu ljóðsins — gangist þær við henni. Hver er svo hlutur bókaforlaga í framvindu ljóðagerðar? Allir vita að ljóðabóka- 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.