Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 13
Jón Proppé Heimur tragedíunnar og tíðar- andi nútímans ARTHUR: Tragedían er mikil og sterk hefð, í hana má jafnvel fanga sjálfan raunveruleik- ann. Slavomir Mrozeck í Tango I í Brennu Njáls Sögu segir að Höskuldur Hvítanessgoði hafi verið mörgum harm- dauði. Hér virðist átt við annað og meira en það eitt að mörgum hafi þótt miður er Höskuldurféll. Flest dauðsföll vekja harm og söknuð, a.m.k. meðættingjum hins látna, en harmdauða Höskulds má greina frá öðrum. Hann var mikil- menni, réttlátur og göfugur svo honum var jafnvel líkt við Baldur hinn góða. Hann féll óverðskuldað fyrir vopnum vina sinna og dauði hans var tragískur, ekki síður en dauði Hamlets eða Agamemnons. Persónuleiki Höskulds og að- stæðurnar sem sagan segir hafa leitt til vígsins hefja hann upp yfir samtímamenn sína svo lesandanum skilst að meira er í húfi en líf og dauði eins manns. Brennu Njáls Saga hefur öll yfir sér tragískan blæ. Hún segir frá því hvernig samfélag frjálsra manna umhverfist af blóðhefndum, afbrýði og valdafíkn. Sak- lausir menn eru drepnir og réttlátir menn fremja ódæðisverk. Engum er lengur sjálfrátt heldur er eins og allir láti reka viljalaust fyrir straumi ógæfunnar. Eng- inn virðist fær um að rísa gegn atburðarásinni: jafnvel þeir sem reyna að standa utan við vígaferlin eða stöðva þau — Höskuldur, Njáll, Flosi — eru dregnir inní hringiðuna. Brennu Njáls Saga er tragískt verk, en það kann að vefjast fyrir okkur að á- kvarða í hverju hið tragíska er fólgið öðru fremur. Er það saga Gunnars sem er tragedían, eða saga Njálssona, Flosa, eða Njáls? Hvernig svörum við slíkri spurningu og hvaða forsendur getum við lagt til grundvallar svarinu? Hegel sagði að það væri tragískt, í fyllstu merkingu þess orðs, hvað við förum af miklu gáleysi með orðið Tragedía. Þetta er jafnsatt núna og það var um daga Hegels. Nú orðið heitir allt tragískt eða hörmulegt sem miður fer. 275
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.