Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 14
Tímarit Máls og mentiingar Ástæða er til að ætla að lauslæti í meðferð orðsins beri því vitni að upprunaleg merking hafi glatast eða þyki ekki lengur gild. Ef kalla má nær hvað sem er trag- ískt kann það að vera vegna þess að okkur þyki ekkert í raun tragískt lengur eða kunnum ekki lengur að greina tragíska viðburði frá öðrum. Okkur tuttugustu- aldarmönnum er tragedían fjarlæg. Við þekkjum hana sem bókmenntaform fyrri alda, en hún stendur okkur engan veginn jafn nærri og ætla má að verið hafi þegar ritun harmleikjanna stóð sem hæst — áGrikklandi á 6. — 5. öld fyrir Krist, á Englandi, Frakklandi og Spáni á 16. — 17. öld eftir Krist eða á íslandi um það leyti er Brennu Njáls Saga var skrifuð. Á tuttugustu öld skrifum við frekar tragi- kómedíur sem Adorno segir að geri grín að tragedíunni fyrir að leita dýpri merk- ingar í þjáningunni. Við þykjumst vita að þjáningin hafi enga dýpri merkingu: við lifum og deyjum til einskis og einmitt það er okkar hlutskipti. Tragedían með sína örlagatrú, guði og hetjur virðist okkur eins og barnaleg hjátrú. Við kunnum að hrífast af Njáli eða Agamemnoni eða Ödípusi en við vitum að það sem lýst er í verkunum um þá á ekki lengur við. Kannski er það einmitt þessi fjarræna forneskja sem hrífur okkur, en hversu mjög sem við dáum Gunnar á Hlíðarenda þá á saga hans sér enga hliðstæðu í samtíð okkar. Gunnar var barn síns tíma rétt eins og við erum, og milli þessara tíma er óbrúandi bil. í Brennu Njáls Sögu er það tragískt að góðir menn eru drepnir að ósekju og svo hitt, eins og Laxness segir í eftirmála sínum að bókinni,..að bestu menn- irnir vinna ævinlega verstu verkin".1’ Hér virðist eitthvað óeðlilegt á seyði. Þó rökvísi sé eitt höfuðeinkenni frásagnarinnar, gilda þar greinilega önnur rök en þau sem við eigum að venjast, þau minna á myndir á spássíum miðaldahandrita þar sem hérinn eltir refinn ogþrestir rífa í sig erni. Allt er eins og öfugsnúið. At- burðarásin virðist ákvörðuð og reglubundin, en reglan sem hún lýtur er okkur ekki nema að nokkrum hluta kunn. Efvið leitumst við að skilja tragedíuna verðum við ávallt að hafa það í huga að heimur hennar er frábrugðinn heimi okkar. Tragedían verður ekki skilin á sömu forsendum og samtíð okkar. II Segja má að tvær stefnur séu ríkjandi í umfjöllun fræðimanna um tragedíuna þó báðar miði að því að greina sérstöðu hennar og það af hverju hún virðist svo frá- brugðin reynslu okkar af veruleika samtímans. Annars vegar má hér telja þá sem leggja áherslu á innihald tragedíunnar og boðskap hennar, hins vegarþásem líta til formfræðinnar og segja að tragedíur séu aðeins frábrugðnar öðrum bók- menntaverkum að forminu til. Hér verður sagt að hvorugt þessara sjónarmiða nægi eitt sér til að skilja tragedíuna. 276
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.