Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 17
Heimur tragedíunnar og tíðarandi nútímans III Tragedían fjallar ávallt um það sem er mikils virði, það sem miklu máli skiptir. Frá Aristótelesi til Nietzsche hefur verið sagt að tragedíunni tilheyri mikilfeng- leiki sem jafnframt einkennir hana. Það er engin tilviljun að harmleikir og harmsögur fjalla nær ávallt um hetjur og valdsmenn, konunga og höfðingja. Á slíkum mönnum er sagt að velti gæfa heilla þjóða og vald þeirra og ábyrgð lyfta frásögninni upp yfir hversdagsleikann. Þetta má sjá af Brennu Njá/s Sögu. Þar eru sagðar sögur einstakra manna, en þó er efni bókarinnar gæfa og ógæfa heils samfélags. Einmitt vegna þess að Gunn- ar, Höskuldur og Njáll eru höfðingjar og mikilmenni — íslands bestu synir — verður saga þeirra annað og meira en saga einstaklinganna. í örlögum þeirra birtast örlög þjóðarinnar allrar. Annað höfuðeinkenni tragedíunnar er að á henni eru engar einfaldar eða ein- hlítar lausnir. Móthverfurnar sem tragedían sýnir verða ekki leystar eins og hvert annað vandamál, heldur einkennast þær af tvíræðni sem gerir þær í raun óleysanlegar. Bæði Kreon og Antígóna hafa nokkuð til síns máls, sjónarmið beggja eru réttlætanleg en þó með öllu ósamrýmanleg. Svipaða tvíræðni sjáum við í sögunni af Ödípusi. Hann var í raun ekki sekur um annað en að hafa varið sig þegar á hann var ráðist og allt hans líf mótaðist af viðleitni hans til að afstýra örlögum sem véfréttin hafði birt honum: að hann ætti eftir að myrða föður sinn og ganga að eiga móður sína. Þó framdi Ödípus föðurmorð og sifjaspell. Annars vegar virðist hann saklaus, hins vegar sekur. Það er ekki tragískt þegar illa fer fyrir mönnum sem eiga það fyllilega skilið og það er heldur ekki tragískt þegar eitthvað sem litlu máli skiptir er látið víkja fýrir einhverju sem skiptir meiru. Þannig finnst okkur sjálfsagt að fórna peði fyrir hrók. í tragedíunni eru móthverfurnar aldrei svo auðleystar. Tragedían einkennist af því að saman standa tvenn verðmæti, jafnmikil en ósamrýmanleg. Önnur hljóta að verða að víkja, en þó verður ekki séð hvor skuli hafa forgang. Viðleitni okkar til að velja réttari leið verður hér að engu, því hvorugur kosturinn er rétt- ari en hinn. í þessu sambandi er oft talað um harmræna klípu eða tragíska dí- lemmu: móthverfuna sem verður ekki leyst. Hvorn kostinn sem við tökum verð- ur afleiðingin eyðilegging einhvers sem er fullt eins mikils vert og það sem við björgum.91 Þar sem tragedían er ávallt tvíræð getur hún ekki átt sér stað í veröld þar sem siðferði er fullkomlega ákvarðað og þar sem ávallt liggur ljóst fyrir hvað gera skal 279
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.