Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 18
Tímarit Máls og menningar og hvað rétt er — í guðdómlegum heimi eða einhvers konar himnaríki. En hún tilheyrir ekki heldur heimi hinnar algeru óreiðu þar sem engin lögmál gilda, heimi hins djöfullega stjórnleysis. Tragedían er óskyld því sem við köllum oft baráttuna milli góðs og ills. Hún byggir á annars konar lögmálum. Hið góða og hið illa eru tragedíunni óviðkomandi og hinir góðu verða fyrir henni ekki síður en hinir illu. Hræðileg örlög hetjunnar í tragedíunni eru þau að hún stendur frammi fyrir óleysanlegum vanda sem hún getur ekki lifað við. í Brennu Njd/s Sögu er trag- edían reyndar ekki bundin einstökum atburðum né einni einstakri persónu, heldur er samfélagið allt og örlög þess viðfang sögunnar. Þó Njáll lofi friðinn virðist það einmitt vera ógæfa þjóðveldisins að um leið og það reynir að tryggja friðinn elur það af sér ófriðinn, manndráp og hefndir. Samfélag sögunnar byggir á heiðri og hreysti höfðingjanna, en ófriðurinn sprettur einmitt upp af heiðurs- hugmyndinni og karlmennskudýrkuninni. Tragedían er eins og eitur sem sam- félagið byrgir innra með sér en vellur svo fram að lokum með morðum og ódæð- isverkum. Vígaferlin og ógæfa sögunnar öll eiga rætur að rekja til þjóðfélags- skipulagsins og þeirra hugmynda sem fólkið játast undir, en það er þó ekki temað í umfjöllun bókarinnar. í Brennu Njáls Sögu stendur þessi mótsögn sem veruleiki sögunnar. Á henni er engin lausn önnur en dauði allra helstu söguper- sónanna. Slík eru einnig örlög Ragnars í skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar Sjöt/u og Ntu af Stóöinni.1111 Ragnar virðist mér komast næst því að vera tragísk hetja í ís- lenskum tuttugustualdarbókmenntum, þóeflaust megi finna fleiri dæmi. í sög- unni er hann fluttur til Reykjavíkur úr sveit og hefur borið með sér ýmis viðhorf sem ekki samrýmast borgarlífinu. Honum tekst þó að einangra sig frá spilling- unni og komast hjá alvariegum árekstrum uns hann verður ástfanginn af Guðríði Faxen. Þegar hann kemst svo aðþví að hún ereinnig í tygjum viðamerískan her- mann stendur hann allt í einu frammi fyrir vanda sem hann fær ekki leyst. Ást hans er ósamræmanleg spillingu ástandsins. í miðju foraði borgarinnar virtist hann hafa fundið eitthvað hreint og tært, en nú kemur í ljós að ást hans er meng- uð ekki síðuren annað, hún er jafnbundin spillingunni og áfengisflöskurnar sem hann selur úr leigubílnum til að drýgja tekjurnar. Gegn um ástina binst hann sjálfur umhverfinu um leið og hann reynir að draga sig útúrþví. Hann reynir að flýja norður í sveitina, en það er um seinan, hann tilheyrir ekki lengur því sam- félagi. Bíllinn fer útaf veginum og Ragnar deyr. Sjótíu og Níu af Stöðinni kann að virðast fremur venjuleg skáldsaga að upp- byggingu og efni, en það sem gerir hana sérstaka er hlutleysi höfundar gagnvart þeim stríðandi öflum sem hann segir frá. Afstaða Guðríðar er jafnréttlætanleg og afstaða Ragnars eða Guðmundar vinnufélaga hans sem fyrirlítur ástandið. Og einmitt þess vegna hljóta endalokin að verða eins konar tragedía þar sem dauð- 280
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.