Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 32
Tímarit Máls og menningar þar er á undan gengið. Þetta litla kver þykir mér reyndar betri bók en Réttu mér fána, umfrarn allt vegna þess að hér hefur Birgir meira vald á hrynjandi, sam- þjöppun og samhljómi. Kverið ber ennfremur vott um meiri ögun og meðvit- aðri einbeitingu að heildaráhrifum, enda einn bálkur þar sem áður voru stök ljóð og sundurleitari. Birgir kveðst hafagert tilraunir til að setjasaman leikrit um líkt leyti og hann orti ljóðin, en það var ekki fyrr en hann fór að sviðsetja þætti úr einni af skáld- sögum Halldórs Laxness með áhugafólki austur í Hreppum að hann sá að hann gæti samið leikrit. Þegar hann hafði öðlast þá trú á sjálfan sig hélt hann vestur í Stykkishólm, lokaði sig þar inni í leiguherbergi og talaði naumast við nokkurn annan en hana Karólínu matráðskonu, sem um áratuga skeið eldaði ofan í flesta aðkomumenn í Hólminum, og samdi fyrsta leikritið. Þegar hann sneri til Reykjavíkur með handritið nánast frágengið upp á vasann, las hann af tilviljun í dagblaði að Leikfélag Reykjavíkur boðaði til leikritasamkeppni í tilefni af 75 ára afmæli sínu 1972. Öllum til undrunar vann Birgir fyrstu verðlaun, nýr maður sem aldrei hafði verið orðaður við Þalíu fyrr, ásamt Jökli Jakobssyni, sem þá var okkar fremsti leikritahöfundur. Þetta fyrsta leikrit Birgis var Pétur og Rútia og segir þar af ungu fólki sem vill reyna að lifa á annan hátt og eftir öðrum gildum en viðtekin voru. Þau vilja varð- veita og rækta með sér það sem manneskjan á fegurst, ástina, vináttuna og sam- úðina. Rúna segir á einum stað: „Nú er eins og allir séu að gera eitthvað annað en vera vinir. “ Og mikið rétt, gamlir kunningjar og ættmenni eru önnum kafin við að „koma sér áfram" og moka eintómum veraldargæðunum upp úr kraumandi gullpotti eftirstríðsáranna. Það fólk er blindað af gróðahyggju og lætur allan sannleik um mannleg verðmæti lönd og leið. Lífsgæðakapphlaupið endar í „blindgötu vanans", eins og segir í Á jörðertu korninn, tíunda ljóði, og sannleik- urinn verður að láta sér lynda að „leika aukahlutverk". En vitaskuld er það ekki einfalt fyrir Pétur og Rúnu að neita að taka þátt í leiknum, neita að vinna yfir- vinnu eða leggja lífið og ástina til jafns við fánýtt stofuglingur og verkið lýsir hvernig þau standast ásóknir freistaranna, en oft er tvísýnt um leikslokin. Með þessu leikriti er Birgir þegar furðu þroskaður leikritahöfundur og hendir á lofti skáldlegar líkingar og biblíutákn af slíkri íþrótt að stundum minnir á írska leik- skáldið John Millington Synge. Hinsvegar skal viðurkennt að leikritið um Pét- ur og Rúnu er barn síns tíma hvað varðar hina einstrengingslega rómantísku draumsýn um fegurra mannlíf, en dramatískir kostir þess eru óvéfengjanlegir og þarna gengur allt upp til samræmis við innri röksemdafærslu leiksins. Næsta leikrit Birgis var Selurinn hefur mannsaugu. " Líkt og í Pétri og Rúnu not- ar Birgir hér raunsæisrammann um upphafnar líkingar, en mun grimmilegri samfélagsgagnrýni. í þessu leikriti er daufur endurómur frá Halldóri Laxness, einkum Kristnibaldi undirJökli. Hin makalausa persóna Gamli á eitthvað skylt 294
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.