Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 41
Steinunn Sigurðardóttir Kona og kind Voriðkomáþorra, með nýju brumi á trén. Veðurfræðingarvorureifirog sögðu Reykjavík heitustu höfuðborg Evrópu. Jafnframt fréttist að ófært væri víða á meginlandinu og fólk yrði úti í vetrarhörkum. Það vantaði mjólk. Hún tróð innkaupanetinu í vasann á brúnu ullar- kápunni. Svo sótti hún skæri í rauðri plasthlíf fram í eldhússkáp og stakk þeim líka í vasann. Hún mætti Rögnu Lottu dóttur sinni á útitröppun- um og spurði hvort hún ætti að finna til hádegissnarl handa henni, en stelpan svaraði ekki. Það setti að henni hroll þótt hún væri með svörtu lopahúfuna, í sjö stiga hita. Hún sagði við sjálfa sig að hitaskyn hennar væri í samræmi við raunverulegar árstíðir. Hún léti ekki glepjast af hitauppþoti um hávet- ur. Annaðenkonan í næstahúsi. Komin í sumarfrakkann. Bráðlæti. Því ekkert veður breytir staðreyndum vetrar og vors. Það yrðu erfið umskipti hjá manneskjunni að fara aftur í vetrarkápuna og laga sig að ríkjandi árs- tíð. Annars var henni ekki vorkunn, heldur trjánum. Hið falska vor hafði kallað fram lygilegan lit á þeim, lit sem gæti ekki enst. Fyrr eða síðar kæmi ískaldur snjórinn og þéttist um ljósgrænar greinar. í maí- mánuði, á eiginlegu vori, yrðu trén grá og sum fengju aldrei annan lit, sama hvernig vorið hamaðist í verkunum. Henni fannst mátulegt að slá tvær flugur í einu höggi og ganga lengri leiðina sér til heilsubótar um leið og hún sækti mjólk. Hún gekk hægt og skoðaði í garðana. Laukarnir voru sums staðar enn betur á veg komnir en í hennar garði. Þeir ættu eftir að fá skellinn. „Það er febrúar," sagði hún upphátt. Hún var að nálgast Jóns Loftssonar húsið þegar hún áttaði sig á því að nógur var tíminn til að kaupa tvo potta af mjólk. Hún breytti um stefnu og gekk út í Örfirisey. Þar klöngraðist hún yfir grágrýtið með hendur í vösum, settist svo á vel valinn stein og lét augun reika yfir rennislétt sundin. Gott áttu skipin í dag að sigla andstreymislaust inn til hafnar eða út til 303
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.