Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Qupperneq 42
Tímarit Máls og menningar annarra eyja. Gott átti Esjan að sjá sjálfa sig stífbónaða í fljótandi spegli. Gott átti Viðey þennan dag að hvíla í friði fyrir ágangi aldanna. Miðað við eyjarþá höfðu skipin mikil forréttindi: aðgeta leitað í var, efósjórinn ætlaði þau lifandi að drepa. En óhreyfanleg eyja, hvert gat hún farið? Annars var ekki víst að henni væri vorkunn. Kannski var hún einsog blómið í sálminum, sem „kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót.“ Hún stóð upp, dró þá svörtu vel yfir eyrun og gekk niður að höfn. Það var verið að skipa út í Dettifoss. Hún hallaði sér að gámi, horfði á kran- ana hífa, verkamenn strita, lyftara þeytast fyrir horn. Kaffitími. Eyrarkarl kom gangandi til hennar með eldhúskoll sem hann setti niður við gáminn. Hann tók hitabrúsa og nestisskrínu úr inn- kaupatuðru og fór að fá sér bita. „Ekki skal ég hanga inni í reykjarsvælunni þegar veðrið er svona gott,“ sagði sá gamli. „Viltu sopa?“ „Játakk," sagði hún og rétti fram kuldabláa hönd. Hann sagði að það væri vor í lofti. „Engum til góðs,“ sagði hún með munnherkjum. „Ja,“ sagði hann óviðbúinn. „Ekki trjánum." Hún kláraði kaffið úr málinu og gekk af stað. Á Skúlagötu ímyndaði hún sér um stund að Viðey væri landföst, eða að það lægi göngubrú milli lands og eyjar. Þá gæti hún farið út í Viðey núna strax og kannað skugga- hliðina, þá sem sneri frá höfuðborginni. Hún gæti líka skoðað Viðeyjar- stofu, sem virtist spretta beint uppúr sverðinum, milli hæðannaá eynni. Undarlegt að enginn skyldi búa í þessu ævintýrahúsi. Óx mönnum svona í augum að sigla þröngt sundið, frá landi til eyjar? Hún gekk hægt meðfram sjónum og horfði lengi á bjartsýna rottu val- hoppandi milli gjöfulla skolpleiðsla í fjörunni. Svo sá hún aðra, miklu virðulegri, sem sat kjur í góða veðrinu og var að horfa á Esju, fjallið trausta, sem stóð eilífan vörð um borgina. Auðvitað var það barnalegt, en konunni fannst hún öfunda Esjuna þar sem hún speglaðist í sundum. Esjan var upprunaleg. Hún var til áður en nokkur kom að líta á hana. Hún yrði áfram á sínum stað, þótt mennirnir hyrfu, allir með tölu. Hvað var þetta kallað? Að vera varanlegur - eða endanlegur kannski? Hún gekk lengra út með strönd í vetrarblíðunni. Máninn var í mótun yfir Esju, fullur og hálfgagnsær á himni sólarlags, á himni rauðra tóna. Einkennilegt að mennirnir höfðu gert hnöttinn tungl að föstu landi und- 304
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.