Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 48
Ástrdður Eysteinsson „Er ekki nóg að lífið sé flókið?“ Um sögu sjálf og karhnynd í Grámosinn glóir og fyrri verkum Thors Vilhjálmssonar ' Þegar Grámosinnglóir kom út á síðasta ári voru liðin sjö ár síðan birst hafði skáld- saga eftir Thor Vilhjálmsson. Næstu tólf árin þar á undan (1968—1979) hafði hann verið eitt umsvifamesta sagnaskáld okkar og sent frá sér fimm skáldsögur og tvö söfn styttri sagna. Það má því segja að Grámosinn hafi birst eftir sjö ára „þögn“, en það orð er gjarnan haft um höfunda sem gert hafa hlé á helsta ritstarfa sínum, allt eins þótt þeir hafi sitthvað annað skrifað á tímabilinu. Freistandi er að velta því fyrir sér hvort sagnalist Thors hafi tekið miklum breytingum á þess- um árum eða hvort skapast hafi annað samhengi, aðrar forsendur, til að skoða og skilja verk hans. Hið síðara fannst mér mega lesa út úr dagblaðsauglýsingu sem birtist um Grámosann í fyrra: „Hér sannar höfundur að hann er ekki einungis frá- bær þýðandi stórbókmennta. Þessi skáldsaga Thors hefur hlotið mjög góðar við- tökur.“2> Tvennt þótti mér athyglisvert í þessum orðum. Það voru vissulega nýmæli að bók eftir Thor fengi góðar viðtökur ef átt var við meira en viðbrögð gagnrýnenda á prenti, enda kom í ljós að þessi höfundur hafði skrifað metsölubók, en áður hafði hann gefið út fjölda bóka sem illa seldust. Mátti ef til vill draga þá ályktun að þetta tengdist því samhengi sem nýja bókin hans var hér sett í: hún kæmi líkt og í framhaldi af þýðingum höfundar, til dæmis á Hlutskipti manns eftir André Malraux (1983) en þó einkum á hinni vinsælu skáldsögu Nafni rósarinnar eftir Umberto Eco (1984)?3> Það er sem „þagað" sé yfir fýrri skáldsögum Thors, sem vart gefa þessum erlendu verkum neitt eftir nema síður sé (þögnin kemur glöggt fram í þeirri undarlegu ábendingu að Thor sé ekki einungis frábær þýðandi). Það er að minnsta kosti ljóst að þegar minnst var á fyrri bækur Thors í bókmennta- umræðunni í kringum síðustu jól, var gjarnan lögð áhersla á þann mun sem væri á Grámosanum og fyrri skáldverkum hans og stundum jafnvel á þann veg að það hefði mátt halda að Thor hefði ekki áður skrifað stórmerkar skáldsögur. Þótt tilvitnaður texti sé auðvitað bara lítil auglýsing, felst í honum ákveðin bókmenntasöguleg túlkun og jafnvel gildismat sem ég held að hafi einmitt tölu- vert mótað viðtökur þessarar nýjustu skáldsögu Thors. Þótt ekki væri nema 310
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.