Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 67
Þórhildur Ólafsdóttir Þróun skáldsögunnar í Frakklandi frá 1880 til 1960 í Frakklandi hefur ævinlega staðið nokkur styrr um skáldsöguna. Hún hefur verið gagnrýnd meir en aðrar bókmenntagreinar, sumir hafa sagt að hún væri úrelt með öllu, aðrir hafa talið að á henni þyrfti að gera gagngerar endurbætur. Skáldsagan hefur staðið af sér allar árásir, en um leið hefur hún í tímanna rás tekið ýmsum breytingum sem oft má rekja til samfélags- og hugarfarsbreytinga. Rætur nútímaskáldsögunnar frönsku þarf sennilega að rekja um það bil hundr- að ár aftur í tímann, til áranna í kringum 1890. í flestum ritum um franska bók- menntasögu stendur eitthvað á þá lund að blómaskeið skáldsögunnar í Frakklandi hafí verið 19. öldin. Þá hafi sagnameistarar rómantíkur, raunsæis og natúralisma skapað meistaraverk sem æ síðan hafi verið notuð til viðmiðunar þegar skilgreina eigi þessa tegund bókmennta. Sú gerð af skáldsögu sem þá varð til og stundum er kennd við Balzac (le récit balzacien) en einnig kölluð borgaraskáldsagan, hefur reyndar lifað góðu lífi allt fram á okkar daga og notið hylli lesenda. Hina hefðbundnu skáldsögu 19. aldarinnar má skilgreina sem eins konar al- fræðilega lýsingu á raunveruleikanum. Rithöfundurinn hafði þá trú að hann gæti haft glögga yfirsýn yfir tímabilið sem hann lifði á, um það vitna sagnabálkarnir La Comédie humaine (Hinn mannlegi gleðileikur) eftir Balzac (1799—1850) og Les Rougon-Maquart (Rougon-Maquart fjölskyldan) eftir Emile Zola (1840-1902) sem hvor um sig taldi tugi skáldsagna sem allar voru sjálfstæðar en áttu að gefa heildarmynd af samfélaginu sem þær fjölluðu um. Um leið og rithöfundurinn skemmti lesanda með áhugaverðum og grípandi söguþræði, var hlutverk hans að fræða hann og veita honum þekkingu á samfélagi sínu og tíma sem lesandi sjálfur gat ekki skilið nemaað litlu leyti. Rithöfundurinn ráðskast meðpersónurog setur á svið ýmis konar árekstra, t.d. milli borgarastéttar og aðals, fátæktar og ríki- dæmis, auðmagns og vinnu, vona og vonbrigða. Algeng gerð skáldsögu á 19. öld er sagan um unga manninn metnaðargjarna og peningalitla sem kemur til Parísar frá landsbyggðinni til að freista gæfunnar sem hann sér í hillingum í gervi auðs og metorða. Þar mætir hann ýmsum erfiðleikum, sigrast á þeim eða bíður ósigur. Þannig gefst rithöfundi í senn tækifæri til að skrifa þroskasögu einstaklings og gefa mynd af samfélaginu sem hann hrærist í. Mestu skáldsagnahöfundar aldar- TMM V 329
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.