Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 71
Þróun skáldsögunnar í Frakklandi frá 1880 til 1960 Á fyrsta áratugnum eftir stríð ríkti mikil upplausn í frönsku þjóðfélagi. Það þarfnaðist enduruppbyggingar, en hún gekk hægt fyrir sig. Hin ríkjandi borg- arastétt hélt fast í forréttindi sín og tókst að koma í veg fyrir að vinstri flokkarnir (sósíalistar, kommúnistar, radíkalar), kæmust til vaida þrátt fyrir megna óá- nægju meðal vinnandi stétta sem bjuggu við litlu betri kjör en fyrir stríð, langan vinnudag, engin frí og lágt kaup. Skólakerfið viðhélt gömlu stéttaskiptingunni, og styrkir til framhaldsnáms fyrir fátæka nemendur voru enn sjaldgæfari en fyrir stríð. I sveitum mátti heita að nítjándu aldar atvinnuhættir væru enn við lýði. Aftur á móti höfðu orðið miklar breytingar í efnahagslífi. í stríðinu hafði auð- urinn safnast á færri hendur. Vágestur nútíma efnahagslífs, verðbólgan, fór að gera vart við sig. Sparnaður var ekki lengur upphaf auðs, nú fór að borga sig betur að skulda. Stríðið hafði leyst upp hina hefðbundnu fjölskyldu þar sem karlmaður- inn var framleiðandi verðmæta en konan barnaframleiðandi og þjónusta eigin- mannsins. Konur höfðu neyðst til að ganga í störf karlmanna á stríðsárunum, og margar létu sér ekki lynda að hætta að vinna og tapa efnahagslegu sjálfstæði. Af- leiðing þessa var að skilnuðum fjölgaði stórlega á árunum eftir stríðið.8’ Mikilvægasta afleiðing stríðsins fyrir bókmenntirnar var án efa sú að það hafði innleitt almenna bölsýni og vantrú á manninn. Nú var orðið ljóst, það sem suma hafði lengi grunað, að maðurinn gat Iíka notað framfarirnar í þeim tilgangi að tor- tíma sjálfum sér. Að stríðinu loknu fengu margir þá tilfinningu að þeir lifðu í brjáluðum og úrkynjuðum heimi. Við því voru tvenns konar viðbrögð algengust: annars vegar að hugsa um það eitt að gleyma, skemmta sér og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Hins vegar að reyna að gagnrýna heiminn og í sumum til- fellum að breyta honum. Hvorttveggja kemur fram í bókmenntum milli- stríðsáranna. Þegar talað er um þróun skáldsögunnar í Frakklandi eftir fyrri heimsstyrjöldina ber að hafa hugfast að fólk les misjafnar bækur eftir því hvaða menntun það hefur, hvar það er í stétt og hver atvinna þess er. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að svokallaðar „góðbókmenntir" ná aðeins til fárra útvaldra. Ár hvert voru mörg hundruð skáldsögur gefnar út, sem flestar munu nú gleymdar, enda afþrey- ingarbókmenntir, eins konar útþynning á gömlu rómantísku og raunsæisskáld- sögunum með borgaralegri sið- og hugmyndafræði sem ívafi. Einnig fóru þá myndasögur (hinn góðkunni Tinni o.fl.) að verða vinsælar meðal barna og ungl- inga. Fyrir lesendur þeirra skipti umræðan um hvernig skilgreina ætti skáldsögu alls engu máli, en hún var mjög í brennidepli meðal bókmenntafólks fyrsta ára- tuginn eftir stríðið. Stríðið varð reyndar mörgum efni í sögu á fyrstu árunum eftir að því lauk. Flestir kusu að sýna það á hefðbundinn raunsæishátt, reyndu að sýna það eins og það var í raun og veru, hryllilegt fjöldamanndráp í leðjunni í skotgröfunum, eng- 333
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.