Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 79
Próun skáldsögunnar í Frakklandi frá 1880 til 1960 sögur komurþó út, sú lang merkasta var L’£/r»«gír (Útlendingurinn, 1942) eft- ir Camus sem var sannarlega tímamótaverk hvað hugmyndir, stíl og efnistök snerti. Á ytra borði er þetta saga um mann sem fremur morð að óyfirlögðu ráði og er síðan dæmdur til dauða - ekki beint fyrir það heldur fyrir að haga sér öðru- vísi en viðtekin siðfræði býður. En Albert Camus snertir hér á mörgum málum sem skipta meginmáli á okkar tímum: þar á meðal fáránleika þess að drepa fyrst maðurinn þráir svo mjög að lifa eða hvers vegna samfélagið þolir ekki fólk sem stingur í stúf við aðra, er öðruvísi. En Camus heldur öllum leiðum opnum og leyfir lesanda sjálfum að dæma fyrir sig. Frásagnarmáti sögunnar var merkileg nýlunda, aðalpersónan Meursault segir frá í fyrstu persónu en lýsir aldrei tilfinn- ingum sínum þannig að lesandi sér hann eins og utan frá. Stíllinn sjálfur er eins einfaldur og hægt er, óbein ræða næstum alltaf notuð þannig að persónur eru alltaf í ákveðinni fjarlægð. Roland Barthes kallaði stíl Camus „stíl fjarvistarinn- ar, sem náði því næstum að vera hin fullkomna fjarvist stílsins".|7> En ef til vill er Meursault dæmdur til dauða afþví að hann kann ekki að verja sig með orðunum, kann ekki að tjá sig. Af öðrum skáldsögum stríðsáranna má nefna L’'homme á cheval (Maður á hesti, 1942) eftir Drieu La Rochelle sem gerist í Suður-Ameríku og fjallarað mestu um spurninguna sem lá Drieu mjög á hjarta, hvort listamenn og skáld geti haft áhrif á samfélagið. Það er athyglisvert að hann kemst að þeirri niðurstöðu að það sé harla ólíklegt, einmitt á þessum árum þegar hann vann meira og minna í þágu Þjóðverja. En það var ljóðagerðin sem blómstraði á stríðsárunum, jafnvel smásagnagerð líka, enda komu tímarit út í suðurhluta landsins (hann var lengst af ekki undir beinni stjórn Þjóðverja) sem fóru í kringum ritskoðunina. Sumir sem fengist höfðu við skáldsagnagerð rétt fýrir stríð sneru sér nú að því að yrkja ljóð. Það gerði til dæmis Louis Aragon sem tók nú að yrkja í alexandrínum og gerði ljóðið að vitundarvekjandi tæki í baráttunni gegn hernámsliðinu, enda var þægilegra að dreifa því heldur en skáldsögu. Leynilegar bókaútgáfur voru líka settar á fót, svo sem Les Editions de Minuit sem gaf út bókina LeSilencede la Ale»-(Þögn hafs- ins, 1943) eftir Vercors. Þegar stríðinu lauk var eins og flóðgáttir opnuðust. Allir þurftu að taka til máls og lýsa því sem gerst hafði, hvernig stríðið og hernámsárin höfðu leikið land og þjóð. Óteljandi skáldsögur voru skrifaðar, og næstum allar voru þær eins hefðbundnar og hægt var að hugsa sér. Gamla raunsæisformið var notað svo til óbreytt til að lýsa atburðum stríðsáranna, baráttu við hernámsliðið, hugrekki sumra og lydduskap annarra. Á fyrstu árunum eftir stríðið gerðu þó einstaka menn tilraun til að brjóta upp gamlar hefðir með því að leika sér að orðunum, tveir þó helst, Raymond Queneau (1903—1976) og Boris Vian (1920-1959). Que- neau var reyndar byrjaður að skrifa nokkuð löngu fyrir stríð og hafði alltaf haft 341
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.