Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 91
Ariane líka, eins og í henni hefðu safnast saman óteljandi hlutir eins og óþarfa fitulag. í rauninni hugsar Christine ekki allt þetta, en hún skynjar, í einni hendingu, myndir, lyktir, hljóð sem troðast og hrinda hvert öðru með þvílíkum krafti og flýti að eitt augnablik gleymist umhverfið með stóru bílastæðunum og veggjunum með gluggunum þrjúhundruð sem allir eru eins. Þá nemur hún staðar, lokar augunum fyrir þessu náhvíta landi, þessu lagi af salti, af snjó. Kaldur vindurinn heltekur hana aftur. Fyrir framan hana, á neðstu hæð fjölbýlishússins risavaxna, er Milk Barinn. Þangað finnst Christine gott að fara til þess að eyða tímanum, þegar hún kemur úr skólanum, áð- ur en hún fer heim í þröngu íbúðina þar sem faðir hennar er, móðir henn- ar svo þegjandaleg og lymskulegt augnaráð sytur hennar. Hún gengur glaðlega upp tröppurnar, ýtir á glerhurðina og er ánægð að finna lyktina sem henni þykir svo góð, lykt af vanillu, kaffi, sígarettum. í dag er eng- inn á Milk Barnum. Allir hafa farið í bæinn til að ganga sér til skemmt- unar meðfram sjónum eða skroppið á mótorhjóli upp í fjöll. Það er eng- inn hér nema karlinn sem á Milk Barinn, feitur maður með gleraugu sem situr bak við barborðið og les í dagblaði. Hann beygir sig yfir blaðið og les hverja línu með svo mikilli athygli að hann tekur ekki einu sinni eftir Christine þegar hún kemur inn, og sest við gluggann við borð úr plasti. Hvað getur hann verið að lesa með þvílíkri athygli? En Christine hugsar ekki einu sinni um það, henni er alveg sama. Henni finnst ágætt að sitja þarna, með báða olnbogana á plastborðinu, og horfa út, í gegn- um gluggarúðuna. Núna er að verða dimmt. Á auðri götunni, undir gráum himninum, færist myrkrið nær, sest að. Öðru hverju gengur einhver hjá, og horfir inn í Milk Barinn, heldur síðan leiðar sinnar. Christine langar til að vita hvað klukkan er, en hún þorir ekki að spyrja eigandann sem heldur áfram að lesa dagblaðið sitt, orð fyrir orð, eins og hann geti ekki skilið hvað í því stendur. Og svo gekk Cathie framhjá Milk Barnum og þekkti Christine þar inni. Hún baðaði út höndunum og kom blaðskellandi inn í kaffihúsið, talaði svo hátt að eigandinn vaknaði meira að segja. Cathie er stærri og þreknari en Christine, með fullt af freknum framan í sér og svart hrokkið hár. Hún er líka eldri, hlýtur að vera sextán eða sautján ára, en Christine 353
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.