Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 94
Tímarit Máls og mentiingar útötuðum í drullu. Christine horfir á þá beygja við gatnamótin, hún hlustar á hávaðann frá mótorunum sem fjarlægist og deyr svo út. Skyndilega fínnur hún til óttans. Hún veit ekki við hvað hún er hrædd, en hræðslan erþarna, inni í henni sjálfri, eins og skjálfti, og líka í kringum hana, í þögn auðra gatnanna, og í þessum risastóru háhýsum með hundruðum, þúsundum glugga, í appelsínugulu skini götuljós- anna, í köldum vindinum sem kemur upp árdalinn og flytur með sér ramman þef af reykjarsvælu og niðinn frá hraðbrautinni. Þetta er undar- leg hræðsla, óljós, sem grípur um háls Christine og bak hennar og lófar verða rök af svita, þrátt fyrir kuldann. Hún gengur hratt núna, og reynir að hugsa ekki um neitt. Samt, allt í einu, man hún eftir stingandi augnaráði karlsins sem á Milk Barinn, og hjarta hennar fer að slá hraðar, eins og hún finni ennþá þetta augnaráð hvíla á sér, eins og það liggi á gægjum í skugganum. Kannski er hann þarna, í alvöru. Hún man að hann ætlaði að fara að loka kaffihúsinu, og að hann horfði á hana eftir að hún var komin út úr Milk Barnum, þegar hún stóð á götunni. Og allt í einu eru mótorhjólastrákarnir komnir aftur. í þetta sinn heyrði hún þá ekki koma, þeir komu um leið og drunurnar í hjólum þeirra. Ef til vill hafa þeir komið á hægri ferð, þeir hafa beygt og keyrt í sveigum á bílastæðinu við blokkina, smeygt sér á milli bílanna, til að koma henni á óvart. Núna stendur Christine hreyfingarlaus á bílastæðinu, undir gulu ljósi götulampans sem glitrar á ljósu hári hennar, á hvítum plastjakkanum og á stígvélunum, á meðan mótorhjólin snúast hægt í kringum hana. And- lit mótorhjólagæjanna eru falin bak við glerið í hjálmunum, og enginn þeirra virðist horfa á hana, þeir snúast bara í kringum hana og stíga öðru hverju á bensíngjöfina svo hjólin þeirra kippast við, og framljósin og rauðu glitaugun titra. Um leið og þeir snúast hring eftir hring, þrengja þeir hringinn, og núna eru þeir komnir svo nálægt henni að hún getur fundið heitan andardráttinn frá púströrunum leika um sig. Christine stendur stjörf á sama stað, hjartað berst í brjósti hennar og hún er mátt- laus í fótunum. Hún horfir í kringum sig, í átt að háhýsunum, en vegg- irnir eru svo háir, og það er svo mikið af upplýstum gluggum, og á stóra bílastæðinu er svo mikið af bílum og það glampar svo á þá! Jörðin titrar við hægfara og djúpt hljóðið frá mótorhjólunum sem snúast og allur lík- ami hennar titrar líka og drunurnar fylla höfuðið. Hún finnur að fæturn- 356
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.