Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 95
Ariane ir skjálfa undir henni, og eins konar svimi læsist um hana alla. Þá, allt í einu, æpir hún, brýst út úr hringnum og hleypur eins hratt og hún get- ur, beint áfram, yfir bílastæðið. En mótorhjólin eru enn á eftir henni, og svo fara þau í hringi í kring- um bílana á stæðinu, nálgast hana aftur, blinda hana með framljósun- um, gefa bensín inn í rykkjum svo að rymur í vélunum. Christine stoppar ekki. Hún hleypur yfir bílastæði og síðan eftir stór- um breiðgötum, fram með veggjum háhýsa, yfir grasflatir með snögg- sleggnu grasi. Hún hleypur svo hratt að hún getur varla dregið andann lengur, og tárin renna niður kinnar hennar í köldum vindinum. Hún veit varla hvar hún er stödd, hún sér ekkert í kringum um sig, eins langt og augað eygir, nema háa hvíta veggi háhýsanna sem öll eru eins, hundr- uð, þúsundir glugga af nákvæmlega sömu gerð, bílastæði sem birtast, með kyrrstæðum bílum, götur upplýstar af appelsínugulu lampaljósi, flatir með subbulegu grasi. Svo eru mótorhjólastrákarnir horfnir eins snögglega og þeir komu. Þung þögnin, kuldinn og tómið eru aftur búin að leggja blokkahverfið undir sig, og Christine getur aftur heyrt fjarlæg- an nið bílanna sem aka þarna niður frá, yfir stóru brúna sem liggur yfir ána. Hún sér hvar hún er. Án þess að vita hvernig það gerðist, hafa fætur hennar borið hana á hlaupunum alveg heim að blokkinni þar sem hún býr. Hún lítur upp, leitar að gluggunum á íbúðinni þar sem þau eru, faðir hennar, móðir og litla systir. Þau eru búin að eiga heima þarna í fimm mánuði, en hún þarf alltaf að horfa jafn lengi áður en hún þekkir aftur gluggana þrjá, við hliðina á gluggunum þar sem geraníupottarnir eru. Það er Ijós í gluggunum tveimur á stóra herberginu, af því að það er þar sem faðir hennar situr í hægindastólnum sínum og horfir á sjónvarp- ið meðan hann er að borða. Núna er Christine orðin svo þreytt, og hún er næstum ánægð þegar hún hugsar til þess að koma inn í þröngu íbúðina, finna sterka matarlyktina, heyra nefmælta röddina í sjónvarpinu. Hún gengur upp tröppurnar, ýtir upp útidyrahurðinni á blokkinni og styður hendinni á rofann á stigagangsljósinu. Þá sér hún þá. Þeir eru þarna og bíða eftir henni, allir, í svörtu leðurlíkisblússunum sínum og með hjálmana með niðurdregin skyggni sem glampar á í birtunni í stiga- ganginum. Hún getur ekki æpt, af því að eitthvað festist í hálsinum á henni og fæturnir geta ekki hreyft sig. Þeir hafa fært sig nær. Einn þeirra færir sig 357
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.