Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 105
Húslestrarbók og rænir hina föðurlausu, hverju ekkert er herfilegra meistarastykki satans, en að horfa upp á einn guðs vesaling, sem nauðstaddur er, og slíta þann bita brauðs frá hans hungruðum munni, sem hin milda hendi drottins hefir honum rétt til að seðja hann á.“ Og enn talar hann til höfðingjanna og segir: „En það er miklu hryggilegra og aumkvunarverðara þegar heilum löndum og ríkjum illa líður fyrireins hroka, og það kostar margra manna góss og velferð þegar tveir stórir þrátta. Og hafi þeir gengið hinn ranga veg með satans listum, þá heitir tignarsætið stóll háðungar- innar og svívirðing bæði fyrir guði og mönnum. Þannig talaði meistarinn, og enn segir hann: „Nú erþað öldungis ómögulegt undir eins guði að þjóna og mammóna, viljir þú þar fyrir að þitt hjarta sé guðs musteri, þá rek satan út þaðan með sinni bölvaðri auraelsku. Satan á ekki það sem hann gefur, heldur er það allt þjófstolið sem af hans hendi er þegið." Þessi er ein örstutt ívitnun í eina predikun biskupsins, og þannig talaði hann til höfð- ingjanna, hann vissi þeirra græðgi í auð og völd, og þeirra óguðlega lifnað með- an örsnauður almúginn svalt því hungri á árum harðinda og stórubólu að aðal- fæðan var fjalla- og fjörugrös, fiskhryggir voru nagaðir til agna og kroppað úr kjúkum hrafna. Það þurfti kröftug orð til að uppræta alla þá andstyggð sem þróaðist undir járnhæl konungsvaldsins og biskupinn hótaði refsivendi trúarinnar og bað í nafni frelsarans að mennirnir hreinsuðu hugann af því illa, stunduðu að lifa líf- inueins og lífsandinn bauð. Og hann talaði til klerkannaog sagði: „Málmurinn í einni brostinni klukku kann góður að vera, en samt er hún ekki mjög hæf til þjónustugerðarinnar, svo er og um embættið sem jafnan er heiðarlegt, en það líður vanvirðu á stundum fyrir óskikkan og illa breytni þess sem það starf er á hendur falið, eður segið mér, hvað kunna tilheyrendur að þenkja annað um hann sem ei gjörir annað en benda með fingrunum til guðs vegar, en gengur hann ekki sjálfur." Eins og ég sagði í upphafi var Vídalínspostilla húslestrarbók um einnar og hálfrar aldar skeið og enn um langt árabil við hlið þeirra húslestrarbóka sem fram komu allt fram á tuttugustu öld. Menn kusu að beita þeim vendinum sem best sópaði, og kenningin var lengi við sama heygarðshornið, fólk skalf enn og nötraði af ótta við eilífa útskúfun og vil ég með þeim orðum minna á kvæði Þor- steins Erlingssonar „Á Spítalanum" en þar greinir frá honum Pétri sem signdi sig með hálfdauðri hendi, á dauðastundinni. „Það er svipan og hræðslan sem hrekur." En nú leyfi ég mér að leiða lesendur inn í baðstofuna áþeim kotbæ, þar sem Jóns postilla var lesin ásunnu- og hátíðisdögum árið um kring. Mér er það í fersku minni að helgi hvíldi yfir deginum þegar lesið var, það var einhvers að vænta í fásinninu, en á vetrum var húslestur fluttur á kvöldvöku, þegar gegn- ingum var lokið. 367
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.