Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 107
Húslestrarbók í útleggingunni á Hvítasunnudag, stendur skrifað: „Tvær eru veraldir bræð- urmínir, önnur sýnileg, í hvörri vérlifum, önnurerþaruppi, hvaðan vérvænt- um frelsarans Jesú Kristí, um hverja sankti Pétur talar, að í henni muni réttlæt- ið byggja. Hina sjáum vér með líkamlegum augum, þessa með trúarinnar, því trúin er vera þeirra hluta, sem koma munu, og hún sýnir það sem ekki er sýni- legt. Hvert vér nú heldur rennum sálarinnar eða líkamans augum, og lítum í kringum oss með athygli nokkurri og gaumgæfni þeirra hluta, sem fyrir oss bera, þágeturkristinn maður ekki hjáþví sneitt, aðelska guð allra hluta skapara umfram alla hluti. Lít kristinn maður á hinn fagra skapnað heims þessa, hversu kostulegur hann er, hann hafa heiðnir menn á latínu kallað mundum, fýrir hans fegurðar sakir, og kristnir í sama máta cosmon, sökum hans prýði. Athuga hin fögru himinsins ljós, hversu þeim er víslega niðurskipað. Þau hafa sinn afmark- aða gang allt frá veraldarinnar upphafi, allt til þessa dags, svo aldrei hefir ennþá þrotið nótt né dag, vetur né sumar, hita eða kulda í hagkvæmum tíma. Virð fyr- ir þér náttúru dýranna, fuglanna, fiskanna, grasanna, hver svo eru prýðileg, að Salómon í allri sinni dýrð, var eigi svo skrýddur sem eitt af þeim." Þannig berst rödd biskupsins gegnum móðu aldanna af bók sem svo er vel skrifuð að lýsir af hverju orði. Barn að aldri varð ég djúpt snortinn af þessum húslestrum sem þá voru lesnir með sérstökum áherslum á það sem lesandanum féll best í geð. Gróa í Árnesi las oft í Vídalínspostillu og eins þó hún væri aldrei fyllilega sátt við stóru orðin sem lögð voru á tungu lesandans, en mælskan, kyngikraftur orðanna lék henni á tungu. Og svo vildi til að síðasti húslesturinn sem lesinn var í Gilsbaðstofu í Öxnadal var lesinn af blöðum postillunnar af föð- ur mínum sem kunni á lestrana. Og síðasti húslestur sem lesinn var í Árnesbað- stofu þegar ég var þar heimilismaður nokkrum árum seinna, var lesinn af Gróu tengdamóður minni, í Vídalínspostillu. Hún kunni þá list að lesa þannig að maður hlaut að leggja við hlustir. Kenningar postillunnar um dóminn sem á eftir að falla og ekki verður áfrýjað til æðri dómstóla, eru enn við lýði og reyndar í fullu gildi. Menn óttast enn að verk þeirra ill komi þeim síðar í koll, og eins bera menn þá von í brjósti að verk þeirra góð mæti þeim síðar. Hvort óttinn eða þá vonin eru hemill á framferði manna til ills, eða hvöt til góðs, er vandséð þar sem enn hefir engin glufa opnast á tjaldið mikla sem skilur að líf og dauða. Og flestir munu trúarveikir. Síðasta vísa Jóns Vídalíns sem hann orti á áningarstað á ferð eða yfirreið eru hans and- látsorð. Herra guð í himnasal haltu mér við trúna. Kvíði ég fyrir Kaldadal, kvölda tekur núna. 369
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.