Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 109
Alan Paton Eyðilandið Um leið og rútan ók af stað aftur vissi hann um hættuna, því í ljóskeilun- um sá hann móta fyrir ungu mönnunum sem stóðu undir trénu. Það var þetta sem öllum stóð beygur af: að vita ungu menninga bíða eftir sér. Hann hafði talað um það, nú átti hann að sjá það með eigin augum. Það var orðið of seint að hlaupa eftir rútunni; hún hvarf niður myrka götuna einsog eyland uggleysis í hafsjó ógna. Þó honum hefði verið háskinn Ijós aðeins örskotsstund, var hann þegar orðinn þurr í kverkun- um, hjartað ólmaðist í brjóstinu, eitthvað innra með honum æpti hástöf- um í mótmælaskyni við það sem í vændum var. Kaupið hans var í buddunni; hann fann þyngd hennar við lærið. Það var hún sem þeir vildu ná af honum. Ekkert skipti máli til jafns við það. Það mátti gera konuna hans að ekkju, börnin hans að föðurleysingjum, ekkert skipti máli til jafns við það. Miskunn var óþekkt hugtak. Sem hann stóð þarna á báðum áttum heyrði hann ungu mennina nálg- ast, ekki einungis frá þeirri hliðinni þarsem hann hafði séð þeim bregða fyrir, heldur líka frá hinni. Þeir sögðu ekki orð, fyrirætlun þeirra var ó- sveigjanleg. Fótatakið barst til hans með kvöldkulinu. Staðurinn var vel valinn, því að baki honum var hár múrveggur nunnuklaustursins og harðlæstar dyr sem ekki mundu opnast fyrren maður væri dauður. Handanvið götuna var eyðilandið, þakið vírum og járnarusli og hræjum gamalla bíla. Þar leyndist einasta von hans og hann mjakaði sér í átt þangað; í sömu svifum vissi hann af blístrinu að ungu mennirnir voru líka þar. Skelfing hans var gagntæk og snögg, dauninn af henni lagði frá skrokknum uppí nasirnar. Á samri stund tók einn þeirra til máls og gaf fyrirskipanir. Hann var kominn í þvílíka sjálfheldu að allt í einu fylltist hann þrótti og heift, og hann hljóp í átt til eyðilandsins og sveiflaði þungum staf sínum. í myrkrinu grillti hann í skugga sem nálgaðist hann, og hann sveiflaði stafnum í átt til hans og heyrði hann gefa frá sér 371
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.