Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 111
Eyðilandið Þeir þögnuðu nema fyrir andköfín og hlustuðu. Og hann hlustaði líka, en heyrði ekkert nema sitt eigið örmagna hjarta. „Ég heyrði mann . . . hlaupa . . . eftir veginum," sagði annar. „Hann hefur komist undan . . . við skulum koma.“ Síðan komu fleiri ungu mannanna á vettvang, töluðu með andköfum og formæltu manninum sem hafði komist undan. „Freddy," sagði einn, „pabbi þinn slapp.“ En það var ekkert svar. „Hvar er Freddy?" spurði einhver. Annar sagði: „Þögn!“ Síðan kallaði hann háum rómi: „Freddy." En eftir sem áður var ekkert svar. „Við skulum koma,“ sagði hann. Þeir komu sér af stað hægt og gætilega, en svo stansaði einn þeirra. „Okkur er borgið," sagði hann, „hér er maðurinn." Hann lagðist á hnén, en fór brátt að bölsótast. „Hér eru engir peningar,“ sagði hann. Einn þeirra kveikti á eldspýtu og í örsmáum bjarma hennar sá maður- inn undir vörubílnum hvernig hann hörfaði afturábak. „Þetta er Freddy," sagði einn þeirra. „Hann er dauður.“ Þá talaði sá sem fyrr hafði beðið um þögn. „Takiði hann upp,“ sagði hann. „Látiði hann undir vörubílinn." Maðurinn undir vörubílnum heyrði þá bisa við lík unga mannsins og velti sér einusinni, tvisvar, til að komast innar í fylgsnið. Ungu menn- irnir lyftu líkinu og sveifluðu því undir vörubílinn svo það kom við hann. Síðan heyrði hann þá fjarlægjast orðalaust, hægt og hljóðlega, en annað veifíð barst frá þeim ómur þegar þeir ráku lappirnar í eitthvert skran. Hann velti sér á hliðina til að þurfa ekki að koma við lík unga manns- ins. Hann gróf andlitið í örmum sér og sagði við sjálfan sig á eigin tungu: „Rístu upp, þjóð! Veröldin er dauð.“ Síðan reis hann sjálfuráfæt- ur og gekk þungum skrefum burt af eyðilandinu. Sigurður A. Magnússon íslenskaði 373
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.