Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Side 112
Gunnar Harðarson Enn um íslendingabók Sá er háttur sumra fræðimanna að leggja engan trúnað á vitnisburð varðveittra handrita. Tryggara þykir þeim að reiða sig á hin sem óvíst er hvort nokkru sinni hafi verið rituð. Verklags af þessum toga sér víða stað í íslenskum fræðurn. Eitt dæmi um það má líta í tilgátu Helga Skúla Kjartanssonar um ísiendingabók sem hannviðraði í 3. hefti Tímarits Máls og menningar 1986, bls. 385—86. At- huganir hans bera hinum forna átrúnaði svo órækt vitni að ekki verður hjá því komist að leggja orð í belg. Eldri gerð íslendingabókar þvælist sýknt og heilagt fyrir greinarhöfundi þó að hann sýni í rauninni fram á að hún hafi ekki verið til og að óþarfi sé að gera ráð fyrir að Snorri Sturluson hafi nokkurn tíma notað hana. Helgi Skúli er reyndar ekki einn um að hafa farið á fjörur við þá skoðun að eitthvað væri bogið við hugmyndir manna um eldri gerðina. Sverrir Tómasson gerði hosur sínar grænar fyrir henni í grein sinni „Tækileg vitni“ í Afmælisriti Björns Sigfússonar frá 1975, og gerði því skóna að uppkastið sem Ari sýndi bisk- upunum og Sæmundi hefði aldrei farið lengra en aftur í smiðju hans sjálfs. Nú verður með engu móti sagt að skoðanir Sverris hafi hlotið einróma lof annarra fræðimanna. Sannast sagna mun þeim hafa verið tekið á annan veg, enda verður ekki séð að þeim sem fjalla um íslendingabók sé kunnugt um að vakið hafi verið máls á þessum hugmyndum. Eins og glöggt kom fram í grein Helga Skúla Kjartanssonar hafaþeir enn fyrir satt að íslendingabók hafi verið til í tveim gerð- um. Einni eldri, þeirri sem Snorri Sturluson á að hafa þekkt og á að vera löngu glötuð, og einni yngri, þeirri sem nú er varðveitt. Hin glataða á að sjálfsögðu að hafa verið miklu stærri og ýtarlegri en sú sem varðveitt er. í henni eiga að hafa verið tveir sjálfstæðir þættir, „áttartala" sem menn hafa talið stofninn að Land- námu, og „konunga ævi" sem menn hafa jafnað við Heimskringlu. Það er því ekkert smáræði sem vantar. Og þessu halda menn fram þrátt fýrir það sem lesa má í formála hinnar varðveittu íslendingabókar, þar sem segir berum orðum að það sé reyndar hún sem sé aukin, ekki hin: íslendingabók gjörða eg fyrst byskupum órum Þorláki og Katli og sýndak bæði þeim og Sæmundi presti. En meðþví aðþeim líkaði svoað hafaeðaþar viðuraukaþáskrifaða eg þessaofhiðsamafar fyr utan áttartölu og konungaævi, og jókk því er mér varðsíðan 374
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.