Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 118
Tímarit Máls og menningar þrálátri glímu við freistingar holdsins. En þar er ekki síður að finna góð söguefni sem hrífa lesandann með sér, þrátt fyrir fyrr- nefnda hnökra. Að rifa sig upp á bársrótunum í upphafi Jakobsglímunnar er sögumaður staðráðinn í að reyna með einhverjum hætti að komast til mennta. Einn af fyrstu köflum bókarinnar gefur góða innsýn í það líf sem hann lifir og hvers hann má vænta ef hann verður kyrr. Þar er þeim bræðrum, honum og Lilla, haldið sumarlangt úti í tjaldi við hestagæslu, hrollköldum og illa búnum og ofurseldum duttlungum föður þeirra þegar hann skvettir í sig. Og reynd- ar hefur hann fyrirhugað Jakobi að vinna fyrir mat sínum í hernánámsvinnu vetur- inn eftir skyldunámið. Ekki verður sagt að hagur fjölskyldunn- ar skáni að neinu marki þó að veltiár og peningaflóð leysi kreppuna af hólmi. Jó- hannes er sjálfum sér samkvæmur að breyta ekki lífsháttum sínum þó að samfé- lagið umhverfist í kringum hann, óreglan virðist fremur aukast með Ameríkönunum og bjórnum sem þeim fylgir. Feðgarnir vinna við það eitt sumar að leggja þökur á garða góðborgara, og þá verður Jakobi ljóst það regindjúp sem liggur milli fjöl- skyldu hans og þeirra sem fjárráðin hafa og gremst að faðir hans skuli bara lifa fyrir líð- andi stund og ekkert gera til að bæta hag heimilisins (J 69). Jakobi tekst að fá inni í Ingimarsskóla og skólagangan kostar ekkert smáræðis á- tak miðað við skólasystkinin. Þar kemur þó faðir hans enn á óvart. Enda þótt hann mylji ekkert undir drenginn er hann hon- um hliðhollur við að útvega tímabundinn samastað hjá einum drykkjubróður sinum, og smám saman verður samband þeirra feðganna heldur hlýlegra en áður. Lilli og sögumaður fjarlægjast hins veg- ar hvor annan eftir umskiptin. Þar er á ferðinni persóna sem vekur áleitnar spurn- ingar í huga lesandans. Hann er bæði and- stæða og hliðstæða sögumanns að upplagi og örlögum, sonurinn sem þraukar og verður kyrr, en sáróánægður með hlut- skipti sitt. Hann verður síðar fyrir barðinu á einu af reiðiköstum föður þeirra, stekkur að heiman í fússi og leggst í siglingar. Síð- an segir fátt af honum annað en þetta: Það var ekki fyrren mörgum árum síðar að hann sagði mér allt af létta um líðan sína eftir óhappið og löðr- unginn (S 86). Hvernig markaði uppvöxturinn þennan bróður, hvað spratt upp af þeim fræjum sem þar var sáð? Um það fær lesandinn ekkert að vita. En samviskubitið gagnvart honum er eitt af því sem veldur togstreit- unni í hugajakobs. Þátttaka Jakobs í starfinu í KFUM stjórnast einkum af ríkri félagsþörf hans sem ekki er fullnægt heima fyrir. Lengi vel tekst honum að skjóta sér undan að upp- fylla þær kröfur sem til hans eru gerðar á móti. Þegar flokksforingi hans og velgerð- armaður veikist hastarlega og deyr eftir stutta sjúkdómslegu er teningnum kastað. í sárri iðrun byrjar drengurinn þátttöku í félagsstarfinu af öllum kröftum og lætur þá einatt orku og athafnaþrá bæta upp það sem honum þykir á skorta í kristilegri trúarsannfæringu. En starfið felur líka í sér umbun þessa heims. Á veikum stundum finnst honum hann á leiðinni að verða einn af forystumönnum kristninnar í Iandinu (J 99) og finnur til þess hvernig hann er að öðlast hlutdeild í samfélagi góðborgara (J 253). Hann er óþyrmilega minntur áþetta af Bárði vini sínum, þeim hinum sama og hafði hjálpað honum að fá skólavist í gagn- fræðaskólanum: Þú ert að Ieitast við að rífa þig upp á hársrótunum, komast uppúr þinni 380
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.