Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 127

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Síða 127
Þorleifur haggar ekki þessari niðurstöðu með tilvitnunum sínum í danska stjórn- málamenn. Ummælin sem hann tilfærir féllu öll eftir að danska samninganefndin kom heim frá Reykjavík og hafði samið ís- land formlega undan Dönum. Þau sýna að- eins að krafan um Slésvík var notuð til að réttlæta samningana við íslendinga eftir á, og það er ekki ný uppgötvun. Sundbpl nefnir nokkur dæmi þess úr dönskum blöðum að það var talið ráðlegt fyrir Dani, „einmitt nú“ að viðurkenna sjálfsákvörð- unarrétt íslendinga. Þá voru Þjóðverjar líka komnir á undanhald í Evrópu. Og „Þegar sambandslögin voru rædd í ríkis- þinginu 13. - 28. nóvember höfðu Þjóð- verjar þegar tapað stríðinu. Þá lýstu allir flokkar viðurkenningu sinni á sjálfsá- kvörðunarréttinum og flestir ræðumenn tengdu ísland og Suður-Jótland í því við- fangi." (Sundbpl, 115-16, 121-22) Óþarflega strangur finnst mér Þorleifur þegar hann bannar mér að kalla Kom- intern „3. alþjóðasamband verkalýðsins". „Það heiti á sambandinu var aldrei til. Stundum var sagt „Þriðja alþjóðasam- bandið" ..." segir hann. Mér fannst að heitið „Þriðja alþjóðasambandið" hlyti að vera stytting, ég ætti að segja lesendum hverra alþjóðasamband þetta hefði verið og þar gæti varla verið um annað að ræða en verkalýðinn. Ekki er ég enn sannfærður um að ég hafi rangt fyrir mér í þessu. Það stendur raunar ekki á miklu, ég nefni þetta bara til að taka allt með. Á tveim stöðum finnst Þorleifi ég sleppa nauðsynlegum atriðum úr frásögn minni. Annað er þingmennska Jörundar Brynjólfssonar fyrir Alþýðuflokkinn. Ég segi aðeins að enginn þingmaður hafi verið meðal stofnenda flokksins, en Jón Bald- vinsson formaður hans verið kosinn á þing árið 1921. Hitt er það að ég nefni ekki Dagsbrún, blað Ólafs Friðrikssonar. Ég Umsagnir um bxkur segi aðeins að flokkurinn hafi eignast málgagn árið 1919, þegar Alþýðublaðið fór að koma út, ekki að hann hafi haft að- gang að málgagni áður. Væntanlega sjá lesendur strax að hér eru ekki á ferðinni nein meginatriði í þjóðar- sögu okkar. En þau hafa gildi sem dæmi um viðfangsefni námsbókahöfunda. Ég held að það sé bagalegt að háskólar kenna sagnfræðingum sjaldan að skrifa neitt ann- að en fræðirit. Þar komast höfundar oft upp með að skjóta sér undan erfiðum á- kvörðunum um val á efnisatriðum með því að taka allt með sem þeim dettur í hug að einhver lesandi (kennari, prófdómari, and- mælandi) vilji hafa með. Verði þetta til að lengja ritið óhóflega má lengi minnka um- fang rannsóknarinnar. Raunar leiðir þetta afstöðuleysi til efnisins stundum til þess að fræðiritið fellur engum í geð og verður engum að gagni, öðrum en höfundinum sem fær sínar akademísku gráður fýrir það, en það er ekki til umræðu hér. Námsbókarhöfundur á ekki þessa und- ankomuleið. Hann verður að komast yfir ákveðið tímaskeið á nokkurn veginn á- kveðnu blaðsíðurúmi. Til þess eru tvær leiðir. Önnur er að þjappa saman, skrifa lítið um hvert atriði, stikla á atburðum og mannanöfnum. Hin er að velja tiltölulega fá atriði og reyna að láta þau njóta sín þeim mun betur í frásögninni. Langt er nú orðið síðan skólamenn vissu að samþjöppunin er eins og drep í sögu- kennslubókum. Guðmundur Finnboga- son birti um það eftirminnilega ádrepu í Lýðmenntun sinni árið 1903. Jónas Jónsson frá Hriflu komst jafnvel enn betur að orði í formála að seinna hefti íslandssögu sinnar árið 1916. Báðar ádrepur þeirra eru birtar í grein minni í Sögu 20 (1982) sem Þorleifur vitnar til í upphafi Gagnrýnisþanka sinna (á bls. 182-83 og 189-90). Oft hefursíðan kveðið við sama tón, en samt er eins og 389
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.