Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1987, Page 128
Títnarit Máls og menningar umræða fræðimanna um sögu ætli aldrei að losna úr því fari að vera sífelldar kröfur um fleiri nöfn og meiri staðreyndir. Þessa niðurdrepandi samþjöppun vild- um við Bragi forðast í Uppruna nútímans. Það krefst þess að maður geri sér að minnsta kosti óljósa hugmynd um til hvers hvert efnisatriði er valið til frásagn- ar. Þegar fjallað var um upphaf þing- mennsku fyrir Alþýðuflokkinn fannst mér tvennt skipta máli. Annað var það að flokkurinn var ekki stofnaður sem þing- flokkur, eins og Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn síðar. Sú vitneskja hjálpar nemendum til að sjá hvernig stjórnmálaflokkar geta orðið til og verið skipulagðir á mismunandi vegu; á því at- riði er hnykkt í verkefni á eftir kaflanum. Hitt er að nemendur Iæri að kannast við Jón Baldvinsson sem var formaður flokks- ins í tvo áratugi. Hvoru tveggja náði ég inn í textann. Þingmennska Jörundar Brynjólfssonar fyrir Alþýðuflokkinn var hins vegar þýðingarlítil. Það varð svo stutt í henni og meira að segja vont að fá atriðið inn því að Jörundur átti eftir að sitja lengi á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Til að komast hjá því að rugla nemendur sem kynnu að eiga eftir að rekast á framsóknar- þingmanninn Jörund hefði ég þurft að taka fram að hann hefði seinna gengið í Framsóknarflokkinn. Þá hefði ég verið kominn með tvö efnisatriði sem bara þyngdu frásögnina en gáfu svosem ekkert af sér. Ég veit vel að lesendur þessarar bók- ar (einnar) munu svara rangt þegar þeir verða spurðir í spurningakeppni: Hver var fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins? En við komumst ekki svo langt í grunnbók að búa til neina getraunakappa. Enn fjarlægara var að nefna blaðið Dags- brún. Ég kaus að nefna aðalmálgögn stjórnmálaflokkanna fjögurra, sem hafa borið flokkakerfið uppi síðan um 1930. Það hjálpar til að gera ljóst hugtakið mál- gagn og má nota í kennslu til að ræða mis- munandi tengsl málgagns og flokks. Loks veit ég ekki hvort allir unglingar vita til dæmis að Alþýðublaðið tilheyrir Alþýðu- flokknum en ekki Alþýðubandalaginu. Kannski, en vissulega þarf námsbókarhöf- undur að gæta þess vel að ofmeta ekki þekkingu nemenda á þessum aldri. Ég nefni málgögn nokkrum sinnum víðar í Uppruna nútímans (132, 171 og kannski oftar), einkum til þess að þjálfa hugtakið og koma inn þeirri hugmynd að það skipti pólitíska hreyfingu miklu að hafa mál- gagn. En það hefði verið óþolandi byrði að telja sér skylt að nefna öll málgögn allra hreyfmga sem koma við sögu í bókinni. Það er held ég hvergi talað um málgögn endurskoðunarmanna, heimastjórnar- manna, Sjálfstæðisflokksins eldri, ung- mennafélaganna, Vinnuveitendasam- bandsins, Flokks þjóðernissinna, Þjóð- varnarflokks íslands, Samtaka herstöðva- andstæðinga eða Samtaka um kvennalista. Verið getur að einhverjir nemendur haldi að einhver þessara samtaka „hafi ekki notið málgagns" eins og Þorleifur segir. En hvað er hægt að gera við því? Hlaða inn 20 blaðanöfnum og gera bókina að minnis- atriðalista? Þá finnur Þorleifur að fjölmörgu sem ég segi um Kommúnistaflokk íslands, án þess að hann haldi því beint eða afdráttar- laust fram að ég fari með rangt mál. Sumt af því veitist mér erfitt að skilja. Brott- rekstrarnir úr Kommúnistaflokknum „eru dæmi sem draga má lærdóma af og víti til að varast, en ekki forað til að velta sér upp- úr.“ Lesendur geta sjálfir dæmt um hvort ég velti mér eitthvað upp úr brottrekstr- unum. Allt sem ég segi um þá er tilfært hér á undan. Ef ekki má segja svo mikið frá 390
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.