Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 47
Flýja land
Klakksvík, við vorum meira að segja vinir held ég, fyrir sjö árum
eða hvenær það var.
Þekkti hann kannski ekki mikið, við höfðum svona lent saman í
skralli á Seyðisfirði þegar ég kom inn á Kvöldstjörnunni útaf neti í
skrúfu, eða var það línuspilið, og ég var búinn að fá leið á strákun-
um um borð með alitaf þessa sömu brandara og stríðni og vildi hitta
nýja menn, og þarna var hann þá að veltast kallinn, með færeyska
húfu og axlarfullt gler, bíða eftir Smyrlinum og ég margendurtók
við erum vinir og frændur og fékk svo jólakort frá honum, í fyrsta
sinn á ævinni. Jólakort. Sent til ömmu. Og vælkomin í heimsókn.
Sem ég hefði kannski aldrei þegið ef ekki hefði svo brotnað öxull í
siglingu og við lamist inn til Færeyja og á þessari viku komumst við
tvisvar á gott skrall vinirnir, og svo kvöldkaffið með fjölskyld-
unni . . .
Ég hata Island.
Það fer með mann einsog skepnu. Ég er þrjátíu og sjö ára, hef
unnið hörðum höndum allt mitt líf, skulda hvergi, aldrei komist á
sakaskrá og aldrei setið inni, nema nótt og nótt í glasi, en ég get lýst
því yfir sem sannleika að ég hef aldrei eignast vin á þessu skítalandi.
Ekki það sem ég get kallað vin. En eini útlendingurinn sem ég hef á
lífsfæddri ævinni talað við, hann var góður. Gáur. Og sauðurinn
Magnús.
Tað var gott at tú komst nú!
Hversvegna?
Tað er fest. Stúttligt. Gaman. 011 familían. Eta gott.
Hví?
Vit drepa seyðin.
Magnús?
Magnús. Nú skal hann slagtaður. Tað verður festligt.
Og þegar ég kom var sauðurinn teymdur inní þvottahús og skor-
inn á háls yfir þvottabala. Grín og gaman. Gott að éta. Foroyskur
dansur að lokum . . .
Menn veðjuðu grimmt á mig í síðasta túrnum. Þó ég segi sjálfur
frá. Það yrði bjóreinvígi aldarinnar. Asi var áskorandinn. Sagðist
eittsinn hafa stungið útúr átta tveggjalítra kollum svona í rólegheit-
um. Hah! sagði ég. Einsog það sé eitthvað! Og hver yrði fyrstur í
mellurnar. Við vorum með sextán ára gutta sem yngsta mann. Báss-
37