Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 119
Skáldið
andi í spiki og latar. Síðan segir Jóhann Haagen frá öðrum óförum sínum.
Hann hafði fundið upp oddlausar hattklemmur sem koma áttu í staðinn
fyrir nælur með oddi er stundum stungu augað úr dömum á sunnudags-
göngu. Einnig hafði hann fundið upp ryklok til að setja yfir ölglös á úti-
knæpum. Hafði þá ort vísu í auglýsingaskyni sem hljóðar svo:
Hvorfor er du gnaven,
du maa have Stöv i maven.
Stövlaaget beskytter,
enhver, sem det benytter.
Hugmyndirnar þóttu góðar og verksmiðja nokkur lét búa til tíu þúsund
stykki af tinlokum. Auðævin létu þó á sér standa því að veitingahúsin vildu
ekki lokin og dömurnar fengu höfuðverk af klemmunum. Allt rann út í
sandinn og hafði aðeins armæðu og fjárútlát í för með sér. Hins vegar, segir
Jóhann, heppnaðist þriðja uppfinningin mín að hluta. Ég keypti dálitla
strandlengju og ætlaði að selja hana aftur undir sumarbústaði og græða of-
fjár. Komst full seint að því að ströndin var úr skriðsandi, glidesand, að bú-
staðirnir myndu sökkva í jörð niður eða velta á hliðina ef reistir yrðu.
Kaupin voru samt ekki með öllu til einskis, segir Jóhann, eða hefur þú
nokkurn tíma áður heyrt þetta orð: glidesand, skriðsandur? Hversu mikið
felst ekki í þessum orðum. Að lifa lífi sínu á skriðsandi!
Haagen Falkenfleth hafði kynnst þeim hjónum daginn eftir brúðkaup
þeirra tveimur árum áður. Þau hittust nær daglega og oft kallaði Jóhann yf-
ir limgerðið að morgni dags: Komdu nú og fáðu þér morgunsjúss með
mér! Haagen kaus fremur göngu og á leiðinni veiddi Jóhann bréfsnepla
upp úr vösum sínum og las af þeim fyrir Haagen. Að sumarlagi sat Jóhann
löngum og skrifaði við borð í garðinum milli þess sem hann fór í göngu-
ferðir. Var borðplatan úr kvarnarsteini. Oðru hverju hvarf hann inn í húsið
og lagðist þá á skinn að heiman og hugsaði. I stærstu stofunni hafði loftið
verið rofið að hluta svo sjá mátti himininn í gegnum þakið sem málað var
rautt og blátt að innan.
Haagen var leikdómari við Nationaltidende og reyndist Jóhanni betri en
enginn. Ritaði um hann persónuleg eftirmæli og löngu síðar ýtarlegri grein
sem lýkur með þessum orðum: „Jóhann Sigurjónsson var gæddur frábær-
um hæfileikum. Hann var hjartahlýr en harður við sjálfan sig. Hann lifði
sitt skamma líf á skriðsandi . . .“ Jóhann kenndi þess sjálfur alla tíð. Maður
þverstæðna, alvöru og nautnar, gleði og örvæntingar. Hann skrifaði lítið
enda voru tímaþjófar margir. Greip hann því eitt sinn til þess ráðs að reisa
þriggja álna háa víggirðingu um aftasta hluta garðsins þar sem hann leitaði
síðan skjóls með kvarnarstein sinn. Við innganginn hékk spjald sem
109