Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 83
Minning um lífshljóm
um þó barokktónlistin, kom mér að notum við að þróa þá tækni sem ég
nota í Tónlistartímanum. Hún felst í því að skrifa röð stuttra kafla sem eru
ólíkir innbyrðis að tóni og innihaldi. Þannig get ég látið kraftmikinn og
dúndrandi kafla fylgja rétt í kjölfar kafla sem hefur yfir sér blæ saknaðar og
trega. Utkoman er, vona ég, sprelllifandi og litrík frásögn.
F.R.: Er Wurtembersalurinn einnig byggður upp líkt og tónverk?
P.Q.: Það má til sanns vegar færa, því að öll þemun sem ég brydda uppá
eru unnin áfram í sögunni, endurtekin og leidd út í lokin. Þetta er eins og
fúga sem greiðist smám saman í sundur. En ég endurtek að skáldsaga er
ekki tónverk. Fái lesandinn tónræna tilfinningu er það ágætt. En skáld-
sagan getur ekki sett sér það mark að vera tónræn.
F.R.: Þungamiðja bókarinnar er vinátta milli Karls og Florents. Orðið
vinátta skiptir þig miklu máli, ekki satt?
P.Q.: Vinátta er ef til vill andhverfa ástarinnar. Astin, það er ástríða, eitt-
hvað ógnarsterkt sem sögumaður óttast sem eyðandi og deyðandi afl. Auk
þess þarf ástin ekki á tungumálinu að halda. Vinátta er hins vegar unaður
þess að tala saman. Vináttan felst í því að geta rætt opinskátt um vandræði
sín, áhyggjuefni og gleði. Þegar vináttan er alger ætlast hún ekki til neins af
hinum, reynir ekki að stjórna neinu, heldur er helber og hrein. Þessi tvö
þemu skipta mestu í bókinni, en við getum líka bætt því þriðja við: tón-
listinni. Þannig fáum við út einskonar þríhyrning. Tvö þemu, tónlistin og
ástin, eru handan tungumálsins og þriðja þemað, vináttan, er tungumálið
sjálft. Þannig hugsaði ég mér þetta og þessi er reynsla mín. Ég leik tónlist
og ég dýrka vináttuna. Eg er meira efins um gildi ástarinnar. Slíkar efa-
semdir um gildi ástarinnar er að finna víða í heimsbókmenntunum, til
dæmis í kínverskum skáldsögum. Þetta er tilfinning sem ég deili með þeim.
En, sjáðu til, efasemdir þessar hafa engin áhrif á trú mína á gildi hinna lík-
amlegu nautna, á gildi tilfinningalífsins sem slíks, heldur finnst mér ástríð-
unum oft hampað sem hefðu þær gildi út af fyrir sig.
F.R.: Þá komum við að hinni hefðbundnu spurningu um hlut sjálfsævi-
söguþáttar í skáldsögum þínum. „Emma Bovary, það er ég!“ sagði Flaubert
á sínum tíma og hló hátt þegar að honum var veist. Ert þú sellóleikarinn
Karl í Wurtembergsalnum?
P.Q.: Já og nei. Wurtembergsalurinn er uppspuni frá rótum. En ef satt
skal segja skiptir þetta nákvæmlega engu máli, því þegar maður skrifar með
það í huga að gera eins vel og maður mögulega getur, afhjúpar skáldskap-
urinn mann sjálfan ótrúlega mikið. Þegar allt kemur til alls er rithöfundur-
inn lukkunnar pamfíll. Mannsævin er ekki ýkjalöng, og til eru verur sem
nefndar eru rithöfundar og eru ívið óvissari með sjálfar sig en aðrar mann-
73