Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 101
Litleysið skammaði mig, hló svo; og við héldum leik okkar áfram yfir undar- leg landsvæðin. Þegar hér var komið sögu erfiðuðu jarðlögin við að ná jafnvægi með jarðskjálftasyrpum. Jörðin skalf öðru hvoru undan þeim og milli mín og Ayl mynduðust gjár sem við köstuðum kvarsboltanum yfir, fram og til baka. Upp um sprungurnar gátu samanþjöppuð frumefnin í hjarta Jarðarinnar sloppið, og þá sáum við björg rísa, eða gufubólstra, eða sjóðandi stróka þeytast upp. Þar sem ég hélt áfram að leika mér við Ayl, tók ég eftir loft- kenndu lagi sem breiddi úr sér á yfirborði Jarðarinnar, líkt lágri þoku sem reis hægt. Augnabliki áður hafði það náð okkur í ökkla, svo vorum við í því upp að hnjám, svo að mitti . . . Við þá sjón féll skuggi óöryggis og ótta yfir augu Ayl; ég vildi ekki hræða hana, svo ég hélt leiknum áfram eins og ekkert hefði í skorist, en ég var einnig skelfdur. Ekkert þessu líkt hafði sést áður, ógnarstór svífandi loftbóla blés út umhverfis Jörðina og umlukti hana algjörlega; brátt myndi hún þekja okkur frá toppi til táar, og hver vissi hverjar afleiðingarnar yrðu? Eg kastaði boltanum til Ayl yfir sprungu sem opnaðist á jörðinni, en kastið varð óskýranlega miklu styttra en ég hafði ætlað og bolt- inn féll í gapið; boltinn hlaut að hafa þyngst svona mikið allt í einu; nei, það var sprungan sem hafði allt í einu víkkað gífurlega, og nú var Ayl langt í burtu, handan við fljótandi, gáraða víðáttuna sem hafði opnast á milli okkar og freyddi við klettaströndina, og ég hall- aði mér fram á ströndinni, hrópandi: „Ayl, Ayl!“ og röddin, hljóm- ur hennar, hljómur minnar eigin raddar var hærri en ég hafði nokk- urn tíma getað ímyndað mér, og öldurnar þrumuðu enn hærra en röddin mín. Með öðrum orðum: þetta var allt óskiljanlegt. Eg greip um ærð eyrun, og á sömu stundu fannst mér ég verða að hylja vitin til að anda ekki að mér kæfandi súrefnis- og köfnunarefn- isblöndunni sem umlukti mig, en sterkust af öllu var þörfin til að hylja augun, sem virtust ætla að springa. Fljótandi efnið sem breiddi úr sér við fætur mína hafði allt í einu fengið nýjan lit sem blindaði mig, og ég sprakk af hrópi sem litlu síðar tók á sig ákveðna merkingu: „Ayl! Hafið er blátt!“ 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.