Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 101
Litleysið
skammaði mig, hló svo; og við héldum leik okkar áfram yfir undar-
leg landsvæðin.
Þegar hér var komið sögu erfiðuðu jarðlögin við að ná jafnvægi
með jarðskjálftasyrpum. Jörðin skalf öðru hvoru undan þeim og
milli mín og Ayl mynduðust gjár sem við köstuðum kvarsboltanum
yfir, fram og til baka. Upp um sprungurnar gátu samanþjöppuð
frumefnin í hjarta Jarðarinnar sloppið, og þá sáum við björg rísa,
eða gufubólstra, eða sjóðandi stróka þeytast upp.
Þar sem ég hélt áfram að leika mér við Ayl, tók ég eftir loft-
kenndu lagi sem breiddi úr sér á yfirborði Jarðarinnar, líkt lágri
þoku sem reis hægt. Augnabliki áður hafði það náð okkur í ökkla,
svo vorum við í því upp að hnjám, svo að mitti . . . Við þá sjón féll
skuggi óöryggis og ótta yfir augu Ayl; ég vildi ekki hræða hana, svo
ég hélt leiknum áfram eins og ekkert hefði í skorist, en ég var einnig
skelfdur.
Ekkert þessu líkt hafði sést áður, ógnarstór svífandi loftbóla blés
út umhverfis Jörðina og umlukti hana algjörlega; brátt myndi hún
þekja okkur frá toppi til táar, og hver vissi hverjar afleiðingarnar
yrðu?
Eg kastaði boltanum til Ayl yfir sprungu sem opnaðist á jörðinni,
en kastið varð óskýranlega miklu styttra en ég hafði ætlað og bolt-
inn féll í gapið; boltinn hlaut að hafa þyngst svona mikið allt í einu;
nei, það var sprungan sem hafði allt í einu víkkað gífurlega, og nú
var Ayl langt í burtu, handan við fljótandi, gáraða víðáttuna sem
hafði opnast á milli okkar og freyddi við klettaströndina, og ég hall-
aði mér fram á ströndinni, hrópandi: „Ayl, Ayl!“ og röddin, hljóm-
ur hennar, hljómur minnar eigin raddar var hærri en ég hafði nokk-
urn tíma getað ímyndað mér, og öldurnar þrumuðu enn hærra en
röddin mín. Með öðrum orðum: þetta var allt óskiljanlegt.
Eg greip um ærð eyrun, og á sömu stundu fannst mér ég verða að
hylja vitin til að anda ekki að mér kæfandi súrefnis- og köfnunarefn-
isblöndunni sem umlukti mig, en sterkust af öllu var þörfin til að
hylja augun, sem virtust ætla að springa.
Fljótandi efnið sem breiddi úr sér við fætur mína hafði allt í einu
fengið nýjan lit sem blindaði mig, og ég sprakk af hrópi sem litlu
síðar tók á sig ákveðna merkingu: „Ayl! Hafið er blátt!“
91