Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 84
Tímarit Máls og menningar
verur. Því bæta þær lífum sem þær lifa aldrei í raun við sitt eigið líf, svona
til öryggis. Ef viðkomandi verður svo heppinn að koma frá sér fimm eða
sex skáldsögum á lífsleiðinni, hefur því þó verið afrekað.
F.R.: Þú lítur sem sagt á skáldsöguna sem útúrdúr frá hinu raunverulega
lífi?
P.Q.: Einmitt. En þetta er jafnvel enn snúnara, því það að skrifa bók er
eins konar aðferð til að taka út forskot á eigið líf. Eg hef tekið eftir því
stundum að eftir að ég hef lokið við að skrifa skáldsögu, fer ég á vissan hátt
að lifa samkvæmt henni. Með því að skrifa söguna kannar maður myrk-
viðið sem framundan er áður en maður heldur inn í það í raun. Rithöf-
undurinn er að vissu leyti á valdi málsins, hann er heltekinn af því tilbúna
lífi sem hann er að spinna upp frá eigin rótum.
F.R.: Sælgæti skiptir miklu máli í sögunni. Vinátta Karls og Florents er
ef svo má segja sprottin upp úr sælgætispoka. Hver er ástæðan fyrir öllum
þessum vangaveltum um sælgæti?
P.Q.: Eg hef afskaplega gaman af börnum, á eitt sjálfur, og ég tala oft um
börn í bókum mínum. Ef minnst er á barn er stutt í sælgætið. En við getum
gengið lengra. Hver einasta mannskepna sýgur á sér þumalinn í bernsku.
Seinna hefur þessi sama mannskepna ofan af fyrir munninum á sér með því
að troða uppí hann alls kyns sætu gúmmulaði. Síðar, og það er kannski
ekki eins sniðugt, halda sumir áfram að japla á annars konar sælgæti: orð-
um. Þessir orðkerar kallast rithöfundar. Skáldsögur eru eins konar aðferð
til að japla á fenginni reynslu. Mér fannst áhugavert að velta fyrir mér þem-
anu um sælgætið, því sælgætismoli er ekkert annað en afskorinn, bragð-
bættur þumalfingur. Sælgætið er líka athyglisverður þáttur í samskiptum
milli vina. Eg hafði ekki séð fjallað um þetta í skáldsögu og langaði til bæta
úr því. Það eru vinarhót að bjóða einhverjum sælgæti. Og ekki einvörð-
ungu milli barna. Fjöldi fullorðins fólks gengur til dæmis með tyggigúmmí
eða lakkríspillur á sér alla daga og býður sínum betri vinum með sér. Þessi
samskipti, sem eru ósköp látlaus og hversdagsleg, eru líka hvað innilegust.
Því þá ekki að nota þau í skáldsögu?
F.R.: Eins og þú veist ef til vill, erum við Islendingar mikil fiskveiðiþjóð.
Þess vegna vakti það athygli mína í Wurtembergsalnum að þú minnist oft á
fisk og fiskveiðar í sögunni. Hvers vegna er laxinn til dæmis þér svo hjart-
fólginn sem raun ber vitni?
P.Q.: Laxinn er heillandi fiskur. Það er sama þótt hann sé tekinn sem
seiði úr ánni sinni og farið með hann í fjarlægt haf, alltaf skal hann rata í
þessa fáeinu rúmsentimetra, í ána þar sem hann klaktist út. Hann snýr und-
antekningalaust í sína upprunaá, að því tilskildu náttúrlega að hann sé ekki
74