Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 115
Hnúturinn óleysanlegi
djúpt inn í líkama hennar eins og það væri líkaminn en ekki þetta
fljótandi hyldýpi sem væri að gleypa hann.
Um síðir hreif vatnið þau burt úr þessum grýtta farvegi, varpaði
þeim niður straumþungan foss og sökkti þeim á ný ofan í djúpan
hyl með lygnum vatnsfleti. Þar voru þau í kafi lengur en síðustu
kraftar þeirra leyfðu. Vilji þeirra stilltist og þau önduðu að sér vatn-
inu sem flæddi inn í brjóst þeirra og rann eins og ísþráður eftir æð-
unum. Það stóð aðeins augnablik, en áður en líf þeirra slokknaði til
fulls þurrkaði kuldinn, sem breiddist um limi þeirra, burt alla
þykkjuna úr huga þeirra og þau gleymdu baráttunni, eða öllu heldur
hvarf hún þeim eins og þegar þorsta er slökkt. Þau gáfu sig á vald
óviðráðanlegri uppgjöf og hugsun þeirra varð tær og skýr; alger eft-
irgjöf þeirra sléttaði herpta vöðvana, handleggir þeirra og fætur
krepptust ekki lengur í örvæntingaræði. Raunveruleg og lifandi ör-
vænting þeirra hafði sent þau í fang öldunnar sem bar þau nú auð-
sveip niður í djúp vatnsins, án þess þau hefðu verið sigruð né væru
sigurvegarar í þeirri raun. Vissulega auðnaðist þeim ekki að komast
undan bölvuninni sem þau höfðu óttast svo mjög. A nokkrum
augnablikum hafði kvöl þeirra safnast í meiri hrylling en nokkur
maður fær lifað á langri ævi en bandið var eftir sem áður óslitið og
hnúturinn, sem var traustlega bundinn, hafði ekki losnað.
Straumurinn gat ekki skilið þau að og því bárust þau niður í árós-
inn þar sem öldurnar risu í birtu sjávarins og fiskinetin teygðu út
dökka möskvana. Þau bárust án þess að nokkur sæi þau undir olíu-
brákina sem þekur vatnið eins og regnbogalituð húð. Og þau bárust
mitt á meðal lífsins og starfans ofan í hyldýpi ástar sinnar, niður í
faðm hafsins.
Rosa Chacel fæddist árið 1898 í Valladolid á Spáni. Hún fluttist ung til Madrid-
ar og lagði stund á höggmyndalist. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 1930.
Tíu árum síðar flutti hún til Brasilíu og bjó síðan ýmist í Río de Janeiro eða
Buenos Aires. Síðustu árin hefur hún einnig dvalið í Madrid. Rosa Chacel hef-
ur gefið út nokkrar skáldsögur og ljóð og einnig smásögur sem hún safnaði
saman í eina bók, Icada, Nevda, Diada, (1971), en þar er söguna Hnúturinn
óleysanlegi að finna.
Berglind Gunnarsdóttir
þýddi
105