Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 69
Harpa Harpa Sól
horfði píreygur í kringum sig. Hlý golan bærði hvítt og liðað hár
hans, ennið var hátt og göfugmannlegt, granstæðið mjúklega mótað
og munnsvipurinn fríður, blá augun báru vott um festu og mildi,
hann hélt á göngustaf gullbúnum, loks leit hann þangað sem honum
fannst fýsilegast að horfa, járnsmiðnum brá svo mjög við að sjá að
Rauðavatn var stærra en hann hafði haldið að Jón Sigurðsson hljóp
niður í fjöruna og fékk sér þar sæti á steini. Þar sat hann lengi og lit-
aðist um og eftir að hafa horft nægju sína, sagði hann, ja, ég hef sitt-
hvað að segja blessuðum bræðrum mínum þegar ég kem heim til
Harpa Harpa Sól.
Hann sá stórar og skrýtnar köngulær bruna eftir veginum mann-
anna og hafa hátt og hann gekk út á veginn og skaut fram gullbún-
um göngustafnum. Þarna fóru vörubílar sem voru að flytja stórgrýti
í uppfyllingu vegna stækkunar Skúlagötunnar.
Vörubílstjórar eru oft einmana í starfi og þess vegna iðnir við að
taka upp í puttaferðalanga. Sá fyrsti sem leið átti hjá stansaði strax.
Jón Sigurðsson járnsmiður stóð á götunni eins og trjádrumbur og
höfuðið tifaði á öxlunum eins og títt er hjá járnsmiðum, hann vissi
ekki hvernig hann átti að bera sig að við að opna bílhurð. Svo horfði
hann beint fram á veginn og bjóst við að þramma við hliðina á
köngulónni í bæinn.
- Hva, hvað er þetta maður, kondu bara upp í bílinn, sagði vöru-
bílstjórinn. Hann ýtti hurðinni upp á gátt Jóns Sigurðssonar megin,
viltu ekki sitja með í bæinn. Jón Sigurðsson ætlaði að leggjast á fjóra
fætur og skríða þannig upp í vörubílinn en til allrar hamingju sá
hann puttaferðalang á gangi sem rétt í þessu stöðvaði bíl og lærði
hvernig átti að bera sig að. Um leið og hann reyndi að stíga upp í
færði hann vörubílinn úr stað með stórgrýtinu, því eins og allir vita
eru járnsmiðir óhemju sterkir miðað við stærð, þá munar ekkert um
að færa til litla steina sem verða á vegi þeirra, það er svipað og mað-
ur velti við Þjóðleikhúsinu ef hann rækist óvart þar utan í.
- Jarðskjálfti, hvíslaði vörubílstjórinn hrelldur og stökk út úr
bílnum til að skoða hvort björgin hefðu haldist á pallinum. Eitt
þeirra hafði dottið af og oltið út af veginum.
- Ertu að flytja bleytt krækiberjafræ, spurði Jón Sigurðsson úr
sínum dyrum.
- Ha, ha, sagði vörubílstjórinn. - Kanntu annan betri.
59